fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Matur

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 19:46

Erna Hrund Mynd: Íris Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, deilir hér sínum uppáhaldsveitinga- og kaffihúsum, sem ljúft er að hugsa til á tímum samkomutakmarkana.

Matbar
Er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara út að borða á, elska stemninguna á staðnum, maturinn er góður og matseðillinn skemmtilega settur fram, þannig að maður getur smakkað fleiri en færri rétti.

Pad Thai
Lítill staður í Álfheimum sem er besti take away-staðurinn og leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.

Duck and Rose
Ég hef ekki ennþá sest þar inn en hef þó tekið take away og ef upplifunin af að borða á staðnum er jafn æðisleg og í gegnum take away þá hlakka ég til að setjast þar inn og borða. Hæpið á allavega rétt á sér!

Te og kaffi
Ég hef alla tíð verið mikill Te og kaffi aðdáandi, en Suðurlandsbraut er að koma sterk inn sem aðalfundarstaðurinn minn þessa dagana. Alltaf góð þjónusta og góður andi þar inni.

Heima hjá ömmu og afa
Þar er alltaf besti maturinn og nóg til af kaffi. Stundirnar og samtölin sem við eigum eru ennþá dýrmætari í dag, því ástandið hefur kennt manni að taka engu sem sjálfsögðum hlut því allt getur breyst á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar