fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Útgöngubann að næturlagi fyrir meirihluta Portúgala

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 13:15

Frá Lissabon í Portúgal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag munu um sjö milljónir Portúgala búa við útgöngubann að næturlagi. Um tíu milljónir búa í landinu svo 70% landsmanna munu þurfa að halda sig heima við frá klukkan 23 til 05 næsta morgun.

Útgöngubannið nær til 121 af 308 sveitarfélögum landsins og gildir í 15 daga samkvæmt neyðarlögum. Þau er síðan hægt að framlengja um 15 daga í einu, í raun endalaust. Þeir sem vinna að næturlagi verða undanþegnir banninu. Um 70% landsmanna búa í þessu 121 sveitarfélagi en þeirra á meðal eru Lissabon og Porto. Um helgar gildir útgöngubannið frá klukkan 13 til 05 næsta morgun.

Margar verslanir verða lokaðar á þessum tíma en veitingastaðir mega senda mat heim til fólks.

Í samanburði við önnur Evrópuríki hefur Portúgal sloppið ágætlega frá kórónuveirunni. Þar hafa rúmlega 173.000 greinst með smit og 2.850 hafa látist af völdum COVID-19. En það hefur sigið heldur á ógæfuhliðina að undanförnu, á laugardaginn greindust til dæmis 6.640 ný smit. 2.420 voru þá á sjúkrahúsi, þar af 366 á gjörgæsludeild.

Það veldur hins vegar áhyggjum að hvergi í Evrópu eru færri pláss á gjörgæsludeildum á hverja 100.000 íbúa en í Portúgal. Í heildina geta gjörgæsludeildir landsins tekið við um 800 sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal