fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Verðandi forsetafrú Bandaríkjanna Dr. Jill Biden – Ætlar ekki að hætta að kenna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jill Biden verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna. Hún er með fjórar háskólagráður og hefur sagt að hún ætli að halda áfram að kenna við almennings háskólann sem hún kennir við, jafnvel þó eiginmaður hennar verði valdamesti maður þjóðarinnar.

Ef þetta gengur eftir þá verður Dr. Jill Biden fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna sem starfar utan Hvíta hússins.

„Ef við náum Hvíta húsinu ætla ég að halda áfram að kenna,“ sagði hún við fréttastofu CBS í aðdraganda kosninganna. „Það er mikilvægt, og ég vil að fólk kunni að meta kennara og viti hvað þeir eru mikilvægir og vekja athygli á starfinu. “

Þetta væri í takt við það sem hún gerði þegar Joe Biden varð varaforseti í forsetatíð Barack Obama. Hún hélt áfram að kenna við Norður Virginíu almennings háskólann og fulltrúar leyniþjónustunnar sem gættu að öruggi hennar klæddu sig eins og nemendur til að falla inn í umhverfið. Henni gekk svo vel að fela stöðu sína að margir nemendur hennar vissu ekki einu sinni að hún væri gift varaforseta Bandaríkjanna. Hún flutti doktorsvörn sína á sama tíma og studdist þá við sitt eigið eftirnafn – Jackobs.

„Flest kvöld þurftum við að mæta á viðburði svo ég kom heim úr skólanum, fékk svona hálftíma í pásu, og stundum þurfti ég að liggja flöt á bakinu bara til að koma hausnum mínum á réttan stað,“ sagði hún í samtali við tískutímaritið Vogue. „Síðan fór ég niður og tók á móti gestum“

Hún og Biden kynntust árið 1975 og fóru á sitt fyrsta stefnumót í heimabæ hennar, PhiladelphiaPennsylvania. En heimaríkið hennar reyndist vera örlagavaldur í lífi hennar í gær þegar ríkið skilaði eiginmanni hennar forsetaembættinu. Þegar þau kynntust hafði Biden nýlega orðið ekkill eftir að kona hans og nýfædd dóttir fórust í bílslysi árið 1972.

„Þetta var eiginlega blint stefnumót sem við fórum á og ég vissi ekki alveg hvað ég var að koma mér út í – Ég hugsaði „Ok ég fer út með honum og svo er þetta búið,“ sagði hún í samtali við Philadelphia Inquirer. „Ég hélt bara ekki að ég myndi laðast að honum.“

En svo fór hún heim af stefnumótinu þar sem þau höfðu farið í bió og séð A Man and A Woman og hringdi strax í móður sína. „Þegar hann hafði fylgt mér heim tók hann í höndina mína og bauð góða nótt. Ég fór heim og hringdi í mömmu klukkan 1 um nóttina og sagði „Mamma ég er loksins búin að finna herramann“.

Jill Biden hefur oft sagt þessa sögu á viðburðum tengdum kosningunum og segir að það hafi tekið hann tvö ár og fimm bónorð að sannfæra hana um að giftast honum og verða stjúpmóðir tveggja sona hans.

Biden hefur sagt að hún hafi verið mikilvæg viðbót í fjölskylduna.

„Hún púslaði okkur aftur saman. Hún gaf mér lífið mitt til baka. Hún gerði okkur aftur að fjölskyldu“

Þeir sem þekkja til Jill segja að hún sé mikill stríðnispúki og finnist gaman að hrekkja. Einu sinni faldi hún sig í farangursgeymslu flugvélarinnar Air Force Two til að koma Joe Biden á óvart. Hún eignar foreldrum sínum þennan hluta persónuleika síns.

„Hjónaband þeirra var sterkt og fullt af ást og hlátri,“ sagði hún við the Inquirer.

Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coon, sem er stuðningsmaður Biden ber Jill góða söguna

Jill er manneskja með stórt hjarta. Hún er hörð Philly stelpa, en hún er líka náðug. Til að vera hreinskilinn á met ég kollega mína út frá mökum þeirra, sérstaklega þá menn sem ég starfa náið með og ég dáist helst af þingmönnum sem eiga maka sem eru þrjóskir, hæfir og sjálfstæðir.“

Eiginkona ConnAimee, sagði við Inquirer að hún væri hrifin af sjálfstæði Jill frá stjórnmálum. „Þú verður að vera þín eigin manneskja. Þú verður að trúa á sjálfa þig fyrst og fremst og ekki fórna sjálfri þér – vertu sú sem þú ert. Hún hefur aldrei verið pólitísk. En hún er samt svo sterk og kraftmikil rödd fyrir Joe og kosningabaráttu hans.“

Jill hefur sagt að ef hún yrði forsetafrú muni hún setja menntun og fjölskyldur hermanna í forgang.

„Það fallega við þetta er að þú getur útfært þetta eins og þú vilt. Og það er það sem ég gerði sem varaforsetafrú – Ég skilgreindi það hlutverk eftir því hvernig ég vildi hafa það,“ sagði hún í samtali við Vogue. „Ég myndi halda áfram að vinna að sömu málefnum. Menntun þar fyrst og fremst og fjölskyldur hermanna. Ég myndi ferðast um landið og reyna að koma á gjaldfrjálsum almennings háskólum.“

Fréttin er þýdd frá frétt The Independent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta