fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 10:20

mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk lögregla greindi frá því í morgun að kona hafi verið afhöfðuð og að tveir aðrir séu látnir í hnífaárás í frönsku borginni Nice. Fjöldi manns er særður eftir árásina.

Christian Estrosi, borgarstjóri Nice, sagði á Twitter að árásarmaðurinn hafi öskrað „Allahu Akbar“ er hann lét til skarar skríða. „Allt bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða,“ sagði Estrosi.

Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu á meðan á handtöku hans stóð, en er á lífi, að því er fram kemur á vef Sky News.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, mun vera á leið til borgarinnar síðar í dag. Þá sagði Gerald Darmanin, innanríkisráðherra landsins, að lögregluaðgerð væri í gangi í borginni og hvatti fólk til að halda sig frá athafnasvæði lögreglu. Neyðarfundur fer nú fram í ráðuneytinu vegna árásarinnar.

Franski saksóknarinn sem sér um saksókn hryðjuverka hefur verið beðinn um að rannsaka atburði dagsins. Ekki er talið að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn, en það verður þó hluti af rannsókninni að kanna slíka möguleika.

Frönsk lögregla var þegar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna sambærilegrar árásar sem átti sér stað í París fyrr í þessum mánuði. Var þar um að ræða árás á Samuel Paty, grunnskólakennara í París. Mun tilefni árásarinnar hafa verið birting Paty á teiknimyndum af Múhammeð spámanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump