fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Sigurður í Geysi ákærður fyrir skattalagabrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. október 2020 18:38

Geysissvæðið. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ívar Másson, sem rekið hefur ásamt fjölskyldu sinni glæsilegt hótel á Geysissvæðinu í Haukadal, hefur ásamt Sigurði Erni Sigurðssyni verið ákærður fyrir skattsvik.

Er þeim sem forsvarsmönnum einkahlutafélagsins Byggingafélagið Grettir gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum félagsins á lögmæltum tíma rekstrarárin 2008 og 2009.

Ennfremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð rúmlega 16 og hálf milljón, af 166,5 milljóna króna arðgreiðslu.

Krafist er þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Aðalmeðferð í málinu verður 20. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi