Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, hefur gengið til liðs við Breiðablik frá Haukum. Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður.
Arnar Númi átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka og því þurfti Breiðablik að borga fyrir þennan 15 ára pillt.
Arnar Númi hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Haukum í 2 deild í sumar og hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða og leikni.
Arnar Númi hefur vakið áhuga erlendra liða og var meðal annars til reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku á síðasta ári.
Arnar er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður en hann á að baki fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.
Yfirlýsing Hauka:
Knattspyrnudeild Hauka óskar Núma góðs gengis og velfarnaðar hjá Breiðabliki sem er fjölmennasta og ein öflugasta knattspyrnudeild landsins. Númi er einn af fjölmörgum efnilegum iðkendum í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Hauka sem leggur ríka áherslu á öflugt fagstarf.
Það er von knattspyrnudeildar Hauka að þetta skref Núma verði honum gæfuríkt á ferli sem er rétt að byrja. Hann fetar með þessu í slóð landsliðskvennanna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar stjórn og starfsfólki Breiðabliks fyrir gott samstarf við þessi félagaskipti.