fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Stór jarðskjálfti – Uppfært : Annar skjálfti upp á 4,6 á Richter

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 20. október 2020 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór jarðskjálfti fannst mjög greinilega á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu eða um 13:40. Skjálftinn var nokkuð stór og hristust ljóskrónur og gólfið nötraði. Fólk er minnt á að aðrir skjálftar geta fylgt í kjölfarið og er fólki bent á að leita skjóls í dyraopum.

Fréttin verður uppfærð.

13:47
Skjálftinn mældist 5,6 á Richterskvarðann samkvæmt mælingum Veðurstofu. Upptök skjálftans eru 4,1 km vestur af Krýsuvík.

14:00
Annar skjálfti upp á 3,o á Richterskvarða mælist kl 14:00 á sama svæði. Enn eru að mælast töluverður fjöldi minni skjálfta.

14:13 
Veðurstofan hefur yfirfarið upplýsingar og metur nú  skjálftann upp á 4,9 á Richter. 15 skjálftar yfir 2,0 á Richter hafa mælst í dag. Almannavarnir hafa kallað eftir upplýsingum um tjón á Reykjanesi þar sem skjálftarnir eiga upptök sín. Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir að almannavörnum hafi ekki borist fregnir af tjóni á Suðurnesjum en eru að kalla eftir frekar upplýsingum frá sínu fólki á Suðurnesjum

14:15 
Samkvæmt  útvarpsfréttum RÚV hafa Almannavarnir verið virkjaðar.

14:20
Samkvæmt heimildum DV fannst skjálftinn alla leið á Vestfirði. Lýstu íbúar Ísafjarðar því fyrir DV að þar hafi allt titrað og skolfið og sagðist ein hafa misst jafnvægisskyn sitt tímabundið.

15:35
15:32 mældist annar stór skjálft upp á 4,6 á Richter. Skjálftinn mældist 3,2 km norðvestan af Fagradalsfjalli en fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.
Alls hafa 68 skjálftar yfir 2 á Richterskvarða mælst í dag, þar af 12 skjálftar yfir 3 á Richter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni