fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Trump sagði Anthony Fauci vera „stórslys“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 04:31

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci er fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og mjög virtur á sínu sviði. Donald Trump, forseti, er þó allt annað en ánægður með hann enda hefur Fauci verið erfiður í taumi og hefur ekki viljað segja það sem Trump hefur viljað heyra og hefur haldið sig við staðreyndir og vísindi.

Trump ræddi við nokkra starfsmenn kosningaframboðs síns í síma og hlustuðu nokkrir blaðamenn á símtalið að sögn The New York Times. Í því sagði Trump meðal annars að fólk væri þreytt á COVID.

„Ég er með fjölmennustu kosningafundina sem ég hef nokkru sinni haft. Við erum með COVID. Fólk segir: „Það skiptir engu máli. Látið okkur bara í friði.“ Það er þreytt á þessu,“

sagði Trump og bætti við:

„Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og bjánana, bjánana sem höfðu rangt fyrir sér.“

Meirihluti Bandaríkjamanna telur Fauci vera einn trúverðugasta aðilann þegar kemur að upplýsingagjöf í heimsfaraldrinum.

Í upphafi hans var það oft Fauci sem skýrði frá fyrirliggjandi upplýsingum og veitti þjóðinni ráð. Þetta féll Trump illa því Fauci vildi halda sig við staðreyndir og ekki segja það sem Trump og hans fólk vildi að hann segði. Af þeim sökum var honum ýtt til hliðar og Hvíta húsið tók þessa upplýsingagjöf yfir.

„Í hvert sinn sem hann er í sjónvarpinu er það eins og sprenging, en það verður enn stærri sprenging ef maður rekur hann. Maðurinn er stórslys,“

sagði Trump í símtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina