fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Landsréttur snýr við nauðgunardómi í máli 14 ára stúlku

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 17:51

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur sýknað mann af nauðgun sem hann hafði áður verið sakfelldur fyrir í héraðsdómi. Var manninum í héraði gert að sæta tveggja og hálfs árs fangelsisrefsingu, skilorðsbundinni til þriggja ára. Landsréttur sakfelldi manninn hinsvegar fyrir samræði við einstakling undir lögaldri, eða 202. gr. almennra hegningarlaga. Þar segir: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.“

Atvik málsins voru þau að hinn ákærði og brotaþoli voru í sambandi í fjóra mánuði. Kom fram í dómnum að fólkið kvað hafa stundað kynlíf á þeim tíma er þau voru í sambandi. Var þá maðurinn 16 ára en stelpan 14 ára. Eftir að þau voru hætt saman komst ákærði að því að brotaþoli hafi haldið framhjá ákærða og krafist svara með hverjum það framhjáhald hafi átt sér stað. Brotaþoli vildi, að sögn ákærða, ekki gefa ákærða þær upplýsingar og hafi ákærði þá orðið ágengari eftir því sem tímanum leið. Í febrúar 2017 hafi ákærði svo farið með súkkulaði og rósir til fyrrverandi kærustu sinnar, og kvaðst fyrir dómi hafa ætlað að kveðja hana.

Að sögn brotaþola kom maðurinn til þess að ræða sambandsslitin. Gengu þau saman inn í herbergi á heimili brotaþola og læstu að sér. Yngri systkini hennar voru ein á heimilinu á þeim tíma. Hafi brotaþoli þá eftir samtal þeirra á milli gripið um háls brotaþola, haldið henni niður í rúminu og skall höfuð konunnar meðal annars í vegg herbergisins er hún reyndi að losa sig. Konan kvaðst hafa þá orðið mjög hrædd. Kvaðst brotaþoli þá hafa tekið eftir því að lykillinn að hurð herbergi hennar væri horfinn úr skráargatinu, og hún gæti því ekki flúið úr herberginu.

Segir í dómnum að maðurinn hafi haft hníf meðferðis á fund þeirra og hafi ákærði handleikið hnífinn í er þau áttu samtal sitt í rúmi konunnar.

Brotaþoli minnist þá í skýrslu sinni fyrir dómi að hinn ákærði hafi spurt hana hvort þau ættu að stunda kynlíf. Er framhaldinu lýst svo í dómnum:

Ákærði hefði í framhaldinu farið undir föt brotaþola, ýtt bol sem hún var í upp og togað buxurnar niður. Ákærði hefði síðan haft við hana samfarir um leggöng gegn hennar vilja. Brotaþoli kvaðst hafa verið ófær um að andæfa ákærða, enda verið orðin mjög hrædd við hann. Brotaþoli hefði ekki getað kallað á hjálp þar sem einungis systur hennar tvær, sem þá hefðu verið sex og sjö, eða sjö og átta, ára gamlar, hefðu verið heima. Spurð um með hvaða hætti ákærði hefði haft við hana samfarir bar brotaþoli að hún hefði legið á bakinu og hann ofan á henni. Ákærði hefði notað smokk sem hann setti sjálfur á sig með annarri hendi. Hinni hendinni hefði ákærði haldið um annan úlnlið brotaþola. Áréttaði brotaþoli að hún hefði engan þátt tekið í samförunum. Hún hefði bara legið og grátið.

Að samförunum loknum sagðist brotaþoli hafa legið áfram í rúminu en ákærði klætt sig. Stuttu síðar hefði hann opnað herbergisdyrnar og farið. Brotaþoli lýsti líðan sinni eftir að ákærði fór svo að hún hefði bæði verið leið og reið, en fyrst og fremst hefði hún verið í áfalli.

Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir samræði við einstakling undir 15 ára að aldri sem og nauðgun, en Landsréttur taldi ekki hafið yfir allan vafa að um nauðgun væri að ræða. Sagði Landsréttur að um „orð á móti orði“ væri að ræða.

Þar sem sannað var að maðurinn hafi haft samræði við stúlkuna er hún var yngri en 15 ára var hann þó sakfelldur fyrir áðurnefnda 202. gr. hegningarlaga. Ákvörðun refsingar mannsins var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Bar Landsréttur fyrir sig við ákvörðun refsingarinnar ákvæði laganna um að lækka megi refsingu eða láta hana niður falla ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum