fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Peningavandræði Trumps til ama á lokametrunum – Sjóðir Demókrata slá þeim rauðu við

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á lokametrum kosningabaráttunnar er ljóst að slagurinn er Demókratanna að tapa. Skoðanakannanir ættu að vera Trump og starfsfólk kosningaherferðar hans mikið áhyggjuefni og í vikunni varð ljóst að grátt bættist á svart: peningarnir eru að klárast.

NPR greindi meðal annars frá.

Yfirburðir Demókrata í peningamálum eru algjörir þegar aðeins tvær og hálf vika er eftir af kosningabaráttunni. Þannig tilkynntu Repúblikanar í gær að þeir hefðu safnað 248 milljónum dollara í september, á sama tíma safnaði framboð Bidens og Demókrataflokkur hans 383 milljónum dollara. Sló september því fyrra met Demókrata, sem sett var í mánuðinum þar á undan.

Þannig er ljóst að sveiflur í fjárframlögum til flokkanna hafa reynst mun meiri en sveiflur í fylgi í skoðanakönnunum. Þó hefur Biden bætt við sig fylgi í svo til öllum ríkjum Bandaríkjanna.

Staða framboðanna er nú sú að Trump segist eiga um 251 milljón dala til að eyða næstu 18 daga, samanborið við 432 milljónir sem Biden búðirnar hafa úr að spila. Ljóst er að mikill aðstöðumunur er á framboðunum á þessum gríðarlegu mikilvægu lokametrum.

NPR segir að óalgengt sé að sitjandi forseti gangi verr að laða til sín fjárframlög til framboðsins, en ljóst er að margt er óvenjulegt við kosningabaráttuna núna. Ekki aðeins er Trump pólitískt ólíkindatól sem hefur leikið sér að því að brjóta hefðir og venjur í kosninga- og framboðsmálum, heldur hefur kórónuveirufaraldurinn sett sinn svip á baráttuna. Þannig tilkynnti framboð Bidens að þau myndu ekki beita aðferðum sem krefðust nálægðar. Fól það í sér að sjálfboðaliðastarf yrði takmarkað verulega og fjöldafundir útilokaðir með öllu. Trump hefur valið að fara allt aðra leið, eins og frægt er orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld