fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Þetta eru fyrirtækin sem Efling segir hafa svikið starfsmenn um laun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling hefur birt ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs og eru þar nafngreind þrjú fyrirtæki sem eru með fleiri en 10 opnar launakröfur hjá Kjaramálasviði.

Flestar eru launakröfurnar á hendur Bryggjunni-brugghús eða alls 23 kröfur og nemur heildarfjárhæð þeirra rúmlega 27,4 milljónum króna.

Næst kemur Messinn þar sem 13 launakröfur eru nú í vinnslu og nema rúmlega 5,3 milljónum. Athuga ber þó að um er að ræða fyrri rekstraraðila Messans, en nýr eigandi tók við staðnum í sumar og segir hann kröfurnar honum óviðkomandi.

City Park Hotel Ármúla og Capital-Inn Suðurhlíð eru svo talin saman. Þangað hafa verið gerðar 11 launakröfur sem nema um 9,9 milljónum.

Í skýrslunni er jafnframt greint frá því að Kjaramálasvið hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafa farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið starfsemi að nýju á nýrri kennitölu.

Algeng er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki. 

Nefndir eru tveir vinnustaðir í dæmaskyni. Primo í Þingholtsstræti og Topp þrif, en síðarnefnda fyrirtækið er á sinni þriðju kennitölu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt Ingólfi B. Jónssyni, aðstoðarsviðsstjóra kjaramálasviðs, skrifuðu grein í Morgunblaðið í dag þar sem þau segja atvinnurekendur hafa lært inn á kefið á Íslandi.

Óprúttnir atvinnurekendur hafa lært inn á þetta kerfi. Þeir nýta sér æ grimmar þann fjárhagslega hvata til launaþjófnaðar sem refsileysið býr til. Heildarupphæð launakrafna Eflingar hefur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Launaþjófnaður á íslenskum vinnumarkaði er í veldisvexti. Nú er svo komið að kröfurnar nema um milljón á dag.“ 

Þessar tölur taki ekki mið af því að margir launþegar veigri sér við að leita sér aðstoðar stéttarfélags af ótta við að missa vinnuna.

Sjá einnig: Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp