fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Innbrot og þjófnaðir – Var einn í bílnum en neitaði að hafa ekið honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 05:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og þjófnað á heimili í Vesturbænum. Tölvu og fleiru var stolið. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í veitingahús í miðborginni. Áfengi var stolið. Meintur þjófur var handtekinn skömmu síðar og var hann vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi sáu lögreglumenn bifreið ekið úr bifreiðastæði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Þegar ökumaðurinn sá lögregluna ók hann aftur í bílastæðið. Hann þvertók fyrir að hafa ekið bifreiðinni en hann var einn í henni. Viðkomandi er sviptur ökuréttindum ævilangt.

Fjórir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Á sjöunda tímanum könnuðu lögreglumenn ástandið á veitingahúsi í Breiðholti. Þar leikur grunur á að sóttvarnarlög hafi verið brotin hvað varðar samkomutakmarkanir.

Ofurölvi maður var handtekinn í verslun í Breiðholti í gærkvöldi. Hann hafði ítrekað verið til vandræða í stigagöngum fjölbýlishúsa. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann