fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Nýr veggur málaður við hlið hins gamla – Segir að þau eigi vegginn

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. október 2020 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í gær þegar vegglista­verk með á­letruninni „Hvar er nýja stjórnar­skráin“ var fjarlægt að hluta til eftir að verkið hafði aðeins staðið í um tvo sólar­hringa. Nú er verið að mála nýjan vegg með sömu álitrun við hlið fyrri veggsins.

Veggurinn sem hreinsaður var í gær hefur um langa hríð staðið útkrotaður. Um helgina gerðu sér einhverjir leik að því að mála yfir veggjakrotið með svartri málningu og mála svo: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ með hvítum lit á svartan bakgrunn. Á mánudaginn birtust svo menn með háþrýstidælur og hófu að hreinsa skilaboðin af.

Skilaboðin ættu að vera orðin borgarbúum kunn en þau hafa birst víða á síðustu misserum og er bersýnilega um samstillt átak að ræða til þess að vekja athygli á nýrri stjórnarskránni sem samþykkt var af stjórnlagaráði sem skipað var árið 2011. Málið er auðvitað rammpólitískt.

Vinna við hreinsunina stóð enn yfir í morgun þegar blaðamaður DV átti leið hjá. Gera má ráð fyrir að verkið verði klárað í dag, en hreinsunin virðist seinleg í framkvæmd, eins og sjá má á myndbandi DV af hreinsuninni.

Þrátt fyrir mótlætið hefur fólkið á bak við verkið ekki látið stoppa sig og ákvað að byrja í dag að mála skilaboðin á nýjan vegg. 20-30 manns eru nú saman að mála á vegginn en verkið hófst um klukkan þrjú í dag. Blaðamaður DV ræddi við einn málaranna sem sagði að verkinu yrði líklega lokið um klukkan 19 í kvöld.

Málarinn sagði að þarna væri ekki á ferð hluti formlegs félagsskapar, heldur óformlegur samtíningur fólks með þetta sameiginlega málefni í huga. „Þetta ætti að koma öllum við,“ sagði hann. Aðspurður hver ætti þennan vegg, svaraði annar málaranna, „bara sami og á hinn vegginn, við skattgreiðendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK