fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Vilja að nemendur í Réttarholtsskóla noti andlitsgrímur í skólanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 07:02

Barn með andlitsgrímu. Mynd: EPA-EFE/PANTELIS SAITAS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastjórnendur í Réttarholtsskóla hafa beðið foreldra nemenda um að senda þá með andlitsgrímur í skólann. Þetta er eini grunnskólinn í Reykjavík sem hefur ákveðið að ganga lengra en reglur borgarinnar og sóttvarnayfirvalda segja til um.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í bréfi sem var sent til foreldra og forráðamanna í gær segi að þeir sem ekki eiga grímur geti fengið þær í skólanum en skólinn keypti grímur í vor og haust.

Flestir kennarar og starfsfólk mun ganga með grímur segir í bréfinu og að skólinn verði vel loftræstur. Þetta sé áhrifarík leið til að draga úr smithættu og minnka hættuna á röskun skólastarfs. Er þar vísað til þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælist til þess að börn tólf ára og eldri sé meðhöndluð eins og fullorðnir.

Í Réttarholtsskóla verður ekki um eiginlega grímuskyldu að ræða og verður nemendum, sem ekki eru með grímu, ekki vísað heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“