fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Ekið á pilt – Fíkniefnaræktun og maður með hnífa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var ekið á 16 ára pilt á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ökumaðurinn stakk af frá vettvangi. Faðir piltsins flutti hann á slysadeild. Lögreglan fann bifreiðina, sem var ekið á piltinn, um miðnætti og er málið nú í rannsókn.

Á níunda tímanum í gærkvöldi gerði lögreglan húsleit í hverfi 103. Þar fundust 77 kannabisplöntur og talsvert magn af tilbúnum fíkniefnum. Lagt var hald á plöntur og efni. Sá grunaði afsalaði sér öllum búnaði til ræktunar til eyðingar.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um mann með hnífa í hverfi 105. Hann var búinn að leggja hnífana frá sér þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Hann er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Á sjöunda tímanum í gær hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði meðal annars skemmt neyðarútgang í strætisvagni. Hann viðurkenndi verknaðinn og á von á kæru.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu