fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Isavia tapar 7,6 milljörðum fyrstu 6 mánuði ársins – Töpuðu 42 milljónum á dag

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 30. september 2020 16:32

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn lék Isavia grátt, en félagið tapaði 5,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Það jafngildir 29 milljóna tapi á dag.

Segir í tilkynningu frá Isavia að tekjusamdráttur milli ára hafi numið 97% á Keflavíkurflugvelli. Tekjur félagsins í heild drógust saman um 53%, eða 9,6 milljarða. Þá segir að félagið hafi gripið til „verulegra hagræðingaaðgerða“ til að bregðast við stöðunni sem eiga að koma til áhrifa á síðari hluta ársins.

Vandræði Isavia voru reyndar þegar hafin, en fall WOW á síðasta ári og kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair snerti rekstur félagsins illa. Afskriftir Isavia vegna gjaldþrots WOW air námu 1,9 milljarði.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir í tilkynningunni að áhrifa faraldursins á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og að afkoma Isavia beri þess merki. Sveinbjörn segir jafnframt:

 „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“

Sveinbjörn segist jafnframt horfa björtum augum til framtíðarinnar og telur mikil tækifæri til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað. „Við sáum í sumar að það er mjög  mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn.

Þá segir Sveinbjörn að ferðamenn muni, að hans mati, sækja í áfangastaði í kjölfar faraldursins sem bjóða upp á víðáttu og hreinleika. Ísland hafi úr þeim eiginleikum að spila. Þá eru enn mikil tækifæri ónýtt í tengslum við uppbyggingu tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku, að hans sögn. „Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu