fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Stefán segir átakanlega sögu barns: „Sara er ein af þeim börnum sem kerfið gleymdi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. september 2020 08:48

Stefán John Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán John Stefánsson segir sláandi og sorglega sögu átta ára barns sem glímir við langvarandi afleiðingar af því að hafa fallið úr rennibraut í leikskóla þegar hún var fimm ára. Stúlkan er átta ára gömul núna, er farin að stama, á erfitt með að finna orðin sem hún vill segja, og hún sýnir skapsveiflur og ofsareiði.

Grein Stefáns birtist í  Morgunblaðinu í dag en hann er verkefnastjóri Hugarfars, félags fólk með ákominn heilaskaða.

Þegar Sara féll úr rennibrautinni tvíbrotnaði á henni handleggurinn, hún höfuðkúpubrotnaði ekki en hlaut mar á heila með eftirfarandi afleiðingum:

„Sara hlaut ákominn heilaskaða þó öll athyglin hafi verið á gipsinu hennar. Beinin gróa nefnilega en skaði á heila getur verið varanlegur. Sérstaklega þegar sá skaði verður á heila barns sem ekki er að fullu mótaður. Afleiðingar af heilamarinu hefur ekki aðeins áhrif á heilann þegar skaðinn verður, heldur einnig á hvernig hann þroskast og mótast. Því geta ýmis ný einkenni komið fram eftir því sem jafnaldrar þroskast og kröfur til barnsins breytast. Sum einkenni koma því ekki að fullu fram fyrr en á fullorðinsárum.“

Stefán bendir að heilaskaði vegna atvika sem þessa geti orðið gríðarlegur þó að enginn sjái hann, því barnið lítur eins út og áður. En ósýnilegu breytingarnar eru þessar:

„En persónubreytingar, skapsveiflur og ofsareiði einkennir hana hana nú. Skilningur er takmarkaður og frekari útskýringar gagnast henni lítið og gera hana þreytta og pirraða Skólastjórnendur vita líka ekkert hvernig á að bregðast við og fær hún því enga sérstaka sérkennslu eða utanumhald.“

Sara fer í sjúkraþjálfun þar sem hún gerir æfingar fyrir olnbogann en þar er ekkert tæki til að þjálfa heila hennar: „Hraða í hugsun, einbeitingu, tímastjórnun, skipulag nú eða bara samskipti.“

Stefán segir að á endurhæfingastöðvum landsins fái foreldrar barna með heilaskaða þau svör að ekkert sérhæft úrræði sé til fyrir börn þeirra. Börnin þurfa endurhæfingu sem er ekki í boði:

„Sara er ein af þeim börnum sem kerfið gleymdi.

Hversu mörg börn þurfa að gleymast þar til eitthvað breytist?

Hvað ef Sara væri dóttir þín?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“