fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 19:28

Samsett mynd DV. Bakgrunnur er Youtube-skjáskot af Seychelleseyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Georg Mikaelsson hefur verið ákærður fyrir stórfelld brot gegn skattalögum og peningaþvætti. Georg, sem býr í Garðabæ og er 52 ára gamall, er eigandi fyrirtækisins Úranus sem er þekkt fyrir bílainnflutning og varahlutasölu.

Í ákæru frá héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum segir að Georg hafi ekki gert grein fyrir eignarhlut sínum í félaginu Georg Mikaelsson Ltd. sem er skráð og stofnað í skattaparadísinni Seychelleseyjum. Georg hafi ekki talið fram á skattframtölum sínum á árunum 2010 til 2014 fjármagnstekjur upp á rúmlega 66 milljónir króna sem eignarhluturinn færði honum. Þá hafi Georg ekki gert grein fyrir rekstrarhagnaði félagsins upp á tæplega hálfan milljarð.

Georg er því gefið að sök að vangreitt fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt upp á samtals rúmlega 220 milljónir króna.

Hann er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af þessum brotum sem nema þessari fjárhæð, rúmlega 200 milljónum, í eigin þágu.

Þess er krafist að Georg Mikaelsson verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákæran var gefin út þann 18. júní síðastliðinn.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 23. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“