fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 19:28

Samsett mynd DV. Bakgrunnur er Youtube-skjáskot af Seychelleseyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Georg Mikaelsson hefur verið ákærður fyrir stórfelld brot gegn skattalögum og peningaþvætti. Georg, sem býr í Garðabæ og er 52 ára gamall, er eigandi fyrirtækisins Úranus sem er þekkt fyrir bílainnflutning og varahlutasölu.

Í ákæru frá héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum segir að Georg hafi ekki gert grein fyrir eignarhlut sínum í félaginu Georg Mikaelsson Ltd. sem er skráð og stofnað í skattaparadísinni Seychelleseyjum. Georg hafi ekki talið fram á skattframtölum sínum á árunum 2010 til 2014 fjármagnstekjur upp á rúmlega 66 milljónir króna sem eignarhluturinn færði honum. Þá hafi Georg ekki gert grein fyrir rekstrarhagnaði félagsins upp á tæplega hálfan milljarð.

Georg er því gefið að sök að vangreitt fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt upp á samtals rúmlega 220 milljónir króna.

Hann er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af þessum brotum sem nema þessari fjárhæð, rúmlega 200 milljónum, í eigin þágu.

Þess er krafist að Georg Mikaelsson verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákæran var gefin út þann 18. júní síðastliðinn.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 23. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum