Í rigningu og rútínu er gott að leyfa sér aðeins. Una Guðmunds deilir hér uppskriftum að súkkulaðibombum sem gera helgina að dísætum draumi. Köld mjólk með og allt er æði.
Maríukaka
3 egg
3 dl sykur
4 msk. smjör
100 g suðusúkkulaði
1 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 ½ dl hveiti1
½ dl pekanhnetur
Þeytið saman egg og sykur. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman og hellið saman við eggja-blönduna.
Blandið næst þurrefnunum saman við og hrærið saman.
Smyrjið bökunarform að innan með smjöri og hellið blöndunni í, bakið við 170 gráður í um 20 mínútur.
Kakan er tekin út úr ofninum og hnetunum stráð yfir kökuna og karamellunni síðan hellt yfir hneturnar, kakan sett inn í ofn og bökuð aftur við um 15 mínútur.
Karamella
4 msk. smjör
1 dl púðursykur
3 msk. rjómi
Til þess að gera þunna karamellu, setjið þið allt saman í pott við vægan hita og hrærið í þar til púðursykurinn er uppleystur.