fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Ólga í Álftamýrarskóla: Nemandi stal úlpum í skólanum – Lögreglan mætti en segist ekki hafa mætt

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. september 2020 15:31

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum áhyggjur af ákveðinni stemningu sem virðist vera að skapast meðal unglinganna okkar, sérstaklega meðal stúlkna.“

Svona hefst tölvupóstur sem stjórnendur Álftamýrarskóla sendu foreldum og forráðamönnum nemenda skólans í gær. „Það ber á átökum og hótunum sem jafnvel hafa endað með ofbeldi. Stelpurnar eru að hóta hverri annarri barsmíðum og við höfum fengið upplýsingar um að einhver slagsmál hafi brotist út, þó ekki í skólanum eða á skólatíma,“ segir í póstinum auk þess sem það er sagt að þetta eigi alls ekki við um allan hópinn. Svona hegðun hafi þó mikil áhrif á líðan nemenda og skólabraginn almennt.

„Við verðum að hjálpast að við að uppræta þessa hegðun, þetta hefur skapað ólgu og spennu hér í skólanum. Við viljum að nemendur séu öruggir hjá okkur og vonum að þið ræðið við ykkar börn og farið yfir alvarleika málsins. Við munum fylgja málum vel eftir hér innan húss og hugmyndin er að fá til liðs við okkur utan að komandi ráðgjöf sem jafnvel myndi ræða við nemendur.“

„Þið megið gjarnan hafa augu og eyru opin“

Um klukkustund eftir að tölvupósturinn var sendur barst foreldrum og forráðamönnum annar tölvupóstur. Í þeim pósti kom fram að þrjár úlpur frá framleiðandanum 66°Norður hafi horfið af unglingagangi. Ein úlpan var hvít en hinar tvær voru svartar, allar voru með loðkraga. „Það er enginn að koma inn í skólann og því verðum við því miður að beina sjónum okkar að nemendum sem einir ganga um gangana í dag. Þið megið gjarnan hafa augu og eyru opin og láta okkur vita ef þið fáið einhverjar upplýsingar.“

Lögreglan mætti en segist ekki hafa mætt

Lögreglan kom í skólann í dag og þetta staðfestir Hanna Guðbjörg  Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, í samtali við DV, en vildi þó ekki segja hvers vegna lögreglan hefðu verið á staðnum. „Lögreglan kom bara hérna inn í skólann og svo fór hún. Lögreglan kom bara hingað til að aðstoða okkur með ákveðið mál,“ sagði Hanna í samtali við blaðamann.

DV hafði samband við Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem neitaði fyrir það að lögreglan hafi verið við störf við skólann í dag. „Nei, lögreglan hefur ekki verið við Álftamýrarskóla í dag, en hins vegar við nokkra aðra skóla að sinna umferðareftirliti,“ sagði Gunnar í skriflegu svari. Þetta vekur athygli þar sem Hanna skólastjóri sagði sjálf að lögreglan hafi mætt í skólann í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“