fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433

Jafntefli í botnbaráttuslag

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 14. september 2020 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta og Fjölnir áttust við á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Um sannkallaðan botnbaráttuslag var að ræða þar sem þessi tvö lið vermdu neðstu sæti deildarinnar.

Fjölnismenn komust yfir á 21. mínútu leiksins eftir mark frá Orra Þórhallssyni. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Fjölni.

Gróttumenn jöfnuðu á 64. mínútu þegar að Pétur Theódór Árnason skoraði sitt þriðja mark í Pepsi-Max deildinni í sumar.

Það tók þó Fjölnismenn ekki nema 2 mínútur að komast aftur yfir í leiknum. Brotið var á Grétari Snæ Gunnarssyni, leikmanni Fjölnis innan vítateigs. Jóhann Gunnarsson tók vítaspyrnuna og skoraði fram hjá Hákoni Rafni í marki Gróttu.

Þegar allt virtist stefna í fyrsta sigur Fjölnismanna í deildinni á þessu tímabili, ákvað Tobias Sörensen spilla gleðinni. Hann kom boltanum í netið á 84. mínútu eftir hornspyrnu Kristófers Orra Péturssonar.

2-2 jafntefli því staðreynd í þessum botnbaráttuslag. Fjölnir situr eftir leikinn í 12. sæti með 5 stig, 9 stigum frá öruggu sæti. Grótta er í 11. sæti með 7 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.

Pepsi-Max deild karla
Grótta – Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson (’21)
1-1 Pétur Theódór Árnason (’64)
1-2 Jóhann Gunnarsson (’66)
2-2 Tobias Sörensen (’84)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Í gær

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“
433Sport
Í gær

Verið slakur í vetur en fer ekki á sölulista í janúar

Verið slakur í vetur en fer ekki á sölulista í janúar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka