fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Bankastjórar telja áætlanir Icelandair Group trúverðugar og varfærnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 08:00

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankastjórar Íslandsbanka og Landsbankans telja áætlanir Icelandair Group trúverðugar og varfærnar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir mikilvægt fyrir atvinnulíf landsins að Icelandair nái góðri viðspyrnu með hlutfjárútboðinu. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að mikilvægt að tapa ekki þeirri áratugalöngu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan Icelandair.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Báðir bankarnir eiga mikið undir að hlutafjárútboðið takist vel því þeir hafa báðir lánað Icelandair háar fjárhæðir og taka þátt í 16,5 milljarða króna lánalínu til félagsins en ríkið ábyrgist hana 90%.  Bankarnir deila einnig 6 milljarða króna sölutryggingu, sem verður virk, ef áskriftir í útboðinu ná að lágmarki 14 milljörðum króna.

Morgunblaðið hefur eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé jákvæð nýbreytni að þeir sem kaupa hlutabréf í útboðinu fái um leið áskriftarréttindi að fleiri hlutum. Slíkt hefur ekki verið í boði í almennu hlutafjárútboði hér á landi áður en er vel þekkt erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar