fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Kannabis rigndi yfir bæinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 22:00

Mynd sem lögreglan birti af nokkrum af pokunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Tel Aviv segist hafa handtekið tvo menn sem eru grunaðir um að hafa flogið dróna yfir Rabin Square þar sem pokum með kannabis var látið rigna yfir torgið. Nokkrir vegfarendur náðu einhverjum pokum áður en lögreglan kom á vettvang.

Sky skýrir frá þessu. Hópurinn Green Drone, sem berst fyrir að neysla kannabisefna verði gerð algjörlega refsilaus, hafði tilkynnt á Telegram síðu sinni að að nú væri tíminn runninn upp.

„Er það fugl? Er það flugvél? Nei, það er Green Drone að senda þér frítt kannabis af himni ofan,“

Skrifuðu samtökin á Telegram.

Talsmenn lögreglunnar segja að henni hafi tekist að finna tugi poka með kannabis í. Á myndum, sem lögreglan birti, sést það sem virðist vera kannabis í pokunum.

Maariv fréttasíðan, sem birti myndir af dróna sleppa pokunum yfir torginu, sagði að vegfarendur hafi náð einhverjum pokum áður en lögreglan kom á vettvang. Á myndum má sjá fólk fara yfir fjölfarnar götur til að komast að pokum sem höfðu endað á þeim.

Neysla á kannabis í lækningaskyni er heimil í Ísrael en önnur neysla er óheimil en þó að mestu refsilaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð