fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Sólveig leggur til að konur skrifi undir loforðaplagg frá Icelandair með tíðablóði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. september 2020 20:48

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tjáð sig um það framtak Icelandair að gefa einstaklingum kost á að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir 100 þúsund krónur, og fer nokkuð háðslegum orðum um þetta tilboð.

Sólveig spyr hvort Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið fáist til að hækka atvinnuleysisbætur hjá atvinnulausum konum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair. Leggur hún til að atvinnulausar konur skrifi undir loforðaplagg þess efnis og jafnvel með tíðablóði.

Sólveig segist ætla að senda bréf með þessari hugmynd til Þjóðhagsráðs.

„Frábærar fréttir! Og hér er smá hugmynd (er í svona frumkvöðlaskapi, sköpunarkrafturinn alveg á fullu inní mér): Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín. Loforða-plaggið gæti heitað Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga.
Væri flott að ræða þetta á næsta fundi Þjóðhagsráðs eða hjá þessum Hagfræðingahóp sem stjórnvöld eiga (sem ég kalla alltaf óvart Hagræðingarhóp). Ég ætla að senda bréf til þeirra með þessari hugmynd.

Allavegna; mjög góðar fréttir. Áfram Bogi, Áfram Ísland!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður