fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

FBI rannsakar dularfull andlát í tengslum við breskt spillingarmál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. september 2020 22:00

Merki FBI. Mynd: EPA/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn, sem tengjast námufyrirtækinu Eurasian Natural Resources Corporation (ENRC), létust  við dularfullar kringumstæður. Fyrirtækið er sakað um spillingu. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur nú hafið rannsókn á andlátunum.

Financial Times skýrir frá þessu. Mennirnir tveir, sem voru áður forstjórar í afríska hluta ENRC, fundust látnir á sama mótelinu í Missouri í maí 2015. Þá var kveðið upp úr um að þeir hefðu látist af völdum malaríu sem hefði ráðist á heila þeirra og miðtaugakerfi.

En eftir því sem Sam Wassmer, sérfræðingur í malaríu, segir þá er líkurnar á að báðir mennirnir hafi látist af völdum malaríu á sama stað, sömu nóttin, „næstum örugglega núll“. Eini hugsanlegi möguleikinn, sem er þó gríðarlega ólíklegur, á að það gæti hafa gerst sé sama mýflugan hafi stungið þá. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin rannsakaði blóð úr mönnunum og segir að útilokað sé að sama  mýflugan hafi stungið þá báða.

Breska spillingarrannsóknarstofnunin SFO hóf rannsókn á starfsemi Afríkudeildar ENRC 2013. Hinir látnu, sem voru meðal æðstu yfirmanna fyrirtækisins í Afríku, ákváðu sjálfir að hætta störfum 2015.

Financial Times segir að ENRC hafi verið stofnað af þremur ólígörkum frá Miðasíu. Eftir að fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað 2013 keypti það fjölda náma í Afríku. Spillingarrannsóknin snýr einmitt að þeim. Fljótlega eftir að rannsókn SFO hófst ákváðu ólígarkarnir að afskrá fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og flytja höfuðstöðvar þess til Lúxemborgar. Fyrirtækið neitar öllum ásökunum um spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“