fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Subbuskapur í Bandaríkjunum – Sagði Gunnhildi Yrsu of ljóta fyrir auglýsingar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 15:30

Gunnhildur Yrsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dell Loy Hansen, eigandi Utah Soccer Holdings, er að selja hlut sinn í MLS liðinu Real Salt Lake, NWSL liðinu Utah Royals og USL liðinu Real Monarchs. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjalla um málið og segja ástæðuna vera rasisma og kvenfyrirlitningu sem fyrirtækið undir hans stjórn hefur staðið fyrir. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er leikmaður Utah Royals en er þessa stundina í láni hjá Val.

Ítrekaðar ásakanir á hendur Dell Loy og hans teymi hafa orðið til þess að hann verður að selja hlut sinn. Skýrslur um málið leiða í ljós að stjórnendur hjá Utah Soccer Holdings hvöttu til kynjamisréttis og sýndu kvenfyrirlitningu.

Samkvæmt skýrslu frá Lucas Muller hjá SB Nation óskaði Andy Carroll framkvæmdastjóri RSL eftir „kynþokkafullum“ myndum af kvenkyns leikmönnum og útilokaði tilteknar stjörnur sem voru „of ljótar“ frá auglýsingum og auglýsingaskiltum.

Í grein sem birt var á mánudag sagði fyrrverandi ljósmyndari Utah Royals frá því að Carroll hefði fyrirskipað að starfsmönnum að mynda leikmenn á eins kynþokkafullan hátt og kostur væri. Aðrir starfsmenn Utah Royals hafa staðfest þessa frásögn. Því var bætt við að Carroll óskaði beinlínis eftir því að Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O’Hara yrðu notaðar í herferðum Utah Royals, ástæðan var sú honum fannst þær vera fallegustu leikmenn liðsins.

Í grein MSN í Bandaríkjunum er fjallað um Gunnhildi Yrsu og segir. „Carroll er einnig sakaður um að útiloka það að Gunnhildur Yrsa og Becky Sauerbrunn væru á auglýsingum félagsins vegna þess að þær voru of ljótar að hans mati,“ segir í grein MSN sem byggð er á skýrslu vegna málsins.

Í samtali við blaðamann DV sagði Gunnhildur hafa fylgst með málinu, annað væri ekki hægt. Verið væri að taka á því innan félagsins, umræddir starfsmenn væru ekki lengur í starfi á meðan málið væri til rannsóknar.

Í skýrslunni talar Rebecca Cade, fyrrum fréttaritari fyrirtækisins, og segir frá reynslu sinni. Hún segir kynferðislega áreitni hafa átt sér stað á vinnustaðnum. „Á fundum á föstudögum þar sem aðeins karlmenn máttu vera var talað á mjög óviðeigandi hátt. Einn vinnufélagi minn sagði mér frá því að Carroll hefði verið að ræða brjóst mín á fundum,“ sagði Cade um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Í gær

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Í gær

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu