fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Áhrifavaldur sakar Instagram um að hata „feita líkama“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 15:10

Honey Ross heimsótti Ísland í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski áhrifavaldurinn Honey Ross sakar Instagram um að hata feita líkama. Hún gerir það eftir að Instagram bannaði bikinímynd af henni.

Honey Ross er 23 ára áhrifavaldur og aktívisti sem breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar. Hún deildi nýlega mynd af sér í bikiní en Instagram hefur fjarlægt myndina vegna þess að hún „brýtur gegn viðmiðunarreglum samfélagsmiðilsins.“

Honey fékk þau svör frá Instagram að miðillinn leyfir ekki „nekt eða kynferðislegar athafnir, ofbeldi eða hatursorðræðu, áreitni og einelti.“ Það var þó ekkert að ofantöldu á myndinni sem var fjarlægð.

Hún deildi skjáskoti af tilkynningunni og spurði Instagram: „Af hverju segið þið ekki bara að þið hatið feita líkama?“

Honey deilir reglulega myndum af sér léttklæddri eða bikiní. Hún deildi til að mynda tveimur myndum frá sér í Bláa lóninu og er nakin á einni myndinni. Instagram hefur þó ekki fjarlægt þá mynd.

https://www.instagram.com/p/BwjjDreFDYR/

Foreldrar Honey eru breski spjallþáttastjórnandinn Jonathan Ross og handritahöfundurinn Jane Goldman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi