fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Yfirmaðurinn vissi ekki að það var kveikt á myndavélinni – Reyndist afdrifaríkt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 05:45

Estil að reyna að slökkva á myndavélinni. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega héldu embættismenn í Cavite-héraðinu á Filippseyjum fund. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór fundurinn fram í gegnum Zoom-forritið. En einn embættismannanna, Jesus Estil, hafði einnig annað á prjónunum en bara að taka þátt í fundinum.

Þegar fundurinn hafði staðið yfir í nokkra stund gekk hann að tölvunni til að slökkva á myndavélinni og þar með gera hlé á þátttöku sinni í fundinum. Þetta sáu auðvitað hinir fundarmennirnir, sem sátu með andlitsgrímur á, víða um héraðið og ræddu málin á Zoom.

Þegar Estil hélt að hann væri búinn að slökkva á myndavélinni gekk hann að ritara sínum, sem einnig tók þátt í fundinum, tók sér stöðu fyrir aftan hana og síðan stunduðu þau kynlíf. En Estil hafði mistekist að slökkva á myndavélinni svo aðrir fundarmenn sáu hvað fór fram og einn þeirra tók þetta upp. Að kynlífinu loknu hysjaði Estil buxurnar upp um sig og gekk að tölvunni til að kveikja á myndavélinni á nýjan leik. Inquirer skýrir frá þessu.

Upptakan endaði á netinu og fréttamaðurinn Erwin Tulfo komst yfir hana og sýndi í þætti sínum „Tutok Tulfo“. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi verið mjög ósáttir við Estil og yfirvöldum bárust fjölmargar kvartanir frá íbúum í heimabæ hans, Fatima Dos, yfir að hann hefði brotið gegn skyldum sínum.

Það bætir ekki úr skák að Estil og ritarinn eru bæði gift en ekki hvort öðru!

Innanríkisráðuneytið komst í málið og var Estil sviptur embætti vegna „siðferðisbrests“ eins og fulltrúi ráðuneytisins sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá