fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Margar vörur úr jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar löngu útrunnar: „Ég get ekki lýst tilfinningunni að þurfa að bera þetta á borð fyrir fjölskylduna um jólin“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem ekki treystir sér til þess að koma fram undir nafni vegna barnanna sinna fór í gær og náði í jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar sem hún hafði sótt um í nóvember. Þegar heim var komið féllust henni hendur, innihald pokana var vægast sagt til skammar. Sorglega mikið af matvörunum voru útrunnar eða á síðasta snúning og enginn sérstakur jólamatur fylgdi fyrir hátíðirnar.

„Þú hefur kannski séð tillögu eitt og tvö af jólamat?“ segir hún í samtali við DV.

Samkvæmt úthlutuninni sem hún fékk frá Fjölskylduhjálp var gert ráð fyrir því að hafa niðursoðnar kjötbollur eða soðinn fisk með grænum baunum og rauðkáli á aðfangadag.

„Meira að segja kjötbollurnar voru útrunnar sem voru frá ORA. Ég get ekki lýst tilfinningunni að þurfa að bera þetta á borð fyrir fjölskylduna um jólin.“

Tekur hún þó fram að ekki hafi allar vörurnar verið útrunnar, hún sé virkilega þakklát fyrir það sem mun nýtast fjölskyldunni og þá sérstaklega grafið bleikjuflak frá Ektafisk.

„Aftan á pakkanum stóð grafin bleikja, jólagjöf 2017 þannig að þau höfðu fyrir því að pakka sérstaklega handa okkur og það var virkilega fallegt. Þetta fyrirtæki hugsaði greinilega fyrir því í framleiðslunni að þetta væri jólagjöf.“

Konan hefur áður þurft að sækja um jólaaðstoð en hingað til hafa þau leitað til kirkjunnar eða mæðrastyrknefndar og segir hún að þar sé um allt aðra sögu að ræða.

„Þar höfum við fengið flest það sem er haft á jólunum á Íslandi. Til dæmis hamborgarhrygg, hangikjöt, meðlæti, jólaís, konfekt, smákökur og gos. Einnig höfum við fengið að velja jólagjafir þar handa börnunum okkar og fengið gjafakort til þess að versla það sem upp á vantaði. Það var jólaaðstoð sem hjálpaði.“

Ein af þeim vörum sem úthlutunin innihélt og var útrunnin var snakkpoki sem rann út í byrjun september á þessu ári.

„Og má bjóða þér Hleðslu sem rann út 12. desember? Þetta er vara sem gerjast. Hvað eru þau að hugsa? Fá fyrirtækin skattaafslátt fyrir að gefa vörur til jólaaðstoðar? Svo erum við að standa í því að farga þessu fyrir þau?“

Allir þeir sem sóttu um jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp þurftu að standa úti í biðröð í köldu veðri í nóvember og aftur í gær á meðan gekk á með hríðarbyl.

„Ég mætti snemma og ég veit að það voru margir sem stóðu lengur úti heldur en ég. Það var úthlutað alls staðar í dag svo það er of seint fyrir okkur að ætla að bjarga einhverju hjá mæðrastyrksnefnd eða kirkjunni. Ég er mjög svekkt út í sjálfa mig að hafa ákveðið að fara til Fjölskylduhjálpar í ár.“

Konan ákvað að greina frá innihaldi pokanna í stórum hópi kvenna á Facebook og hafa margar konur haft samband við hana í kjölfarið og lýst sömu sorg og hún.

„Það eru mjög margar búnar að hafa samband við mig og þakka mér fyrir hugrekkið. Segja mér að þær sitji í sömu sporum og ég, grátandi, og hafi fengið það sama í sína poka. Það vænta þess allir sem standa þarna úti að það sé að minnsta kosti eitthvað almennilegt í pokunum sem muni hjálpa jólunum. Það vill enginn þurfa að standa í þessu, þetta er ótrúlega erfitt. Það að þurfa að sækja sér aðstoð eru virkilega þung skref og að ganga svo út með vörur sem eiga heima í ruslinu er það mest niðurlægjandi sem ég hef upplifað.“

Tekur hún fram að hún sé virkilega þakklát fyrir þau fyrirtæki og þá aðstoð sem mun nýtast henni um jólin.

„Ég er almennt mjög þakklát en þetta var bara langt fyrir neðan allar hellur. Sem betur fer hef ég fengið aðstoð núna frá yndislegum konum sem hafa hlaupið undir bagga. Hnúturinn í maganum er farinn. Ég held okkur hafi verið boðnir 10 hamborgarhryggir og hef ég bent þeim sem geta gefið á hinar konurnar sem höfðu samband við mig og ég veit að voru í sömu sporum og ég.“

DV reyndi að ná tali af Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“