fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

„Ástin parar oft saman furðulegustu sokkategundir“

Bókadómur: Um lífsspeki ABBA & Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme)

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. desember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin, og tilraunir okkar til að finna hana, ná henni og halda, hefur verið yrkisefni aragrúa bóka frá því maðurinn fór að stinga niður penna. Í frumraun sinni skrifar hinn 24 ára gamli Adolf Smári sögu þriggja vina sem leita að ástinni um leið og þeir brjóta heilann um lífið og tilveruna.

Sögusviðið er Reykjavík samtímans og staðirnir eru kunnuglegir: Hornið, Húrra, Hallgrímskirkja, Menntaskólinn í Reykjavík, svo fáir séu nefndir. Sögupersónurnar eru Tómas, Máni og D og konurnar sem þeir verða ástfangnir af. Adolf Smári segir sögu þeirra og fer á flug í hugleiðingum, sumum svo nákvæmum að manni finnst nóg um í bók sem maður taldi létta pælingu um ástina, lífið og tilveruna.

Aðstæðurnar eru flestar kunnuglegar, því flest höfum við verið í sömu eða svipuðum aðstæðum: ástfangin, hryggbrotin, velt endalaust fyrir okkur merkingu þess sem hann/hún sagði, gerði eða lét ósagt eða ógert og þar fram eftir götunum. Mörg okkar hafa líka brugðist við eins og Tómas, en í hvert einasta skipti sem lífið (eða réttara sagt síðasta kærasta) kemur illa fram við Tómas finnur hann sér nýtt áhugamál.

Bókin er áhugaverð og fersk frumraun, þar sem Adolf Smári vitnar í Milan Kundera og Makbeð jafnt sem ABBA og Taylor Swift.

Bókin er áhugaverð og fersk frumraun, þar sem Adolf Smári vitnar í Milan Kundera og Makbeð jafnt sem ABBA og Taylor Swift. Textinn flæðir vel áfram og Adolf Smári er orðheppinn og naskur og húmorinn skín oft vel í gegn í setningum eins og: „Ástin parar oft saman furðulegustu sokkategundir og þau voru sko ekki sama sortin, hvað þá flíkin ef út í það er farið.“

Kápan er falleg og titillinn langur og forvitnilegur. Líklegt er líka að bókin muni rata í ófáa jólapakka.

Í lagi ABBA tekur sigurvegarinn allt og taparinn fallið, hér á það þó ekki alls kostar við. Bókin er vissulega áhugaverð og öðruvísi frumraun ungs höfundar, þrátt fyrir of háfleygar pælingar á köflum. Adolf Smári á verðlaun skilin fyrir ferska frumraun, en sigursætið mun hann ekki taka núna, heldur með næstu bók eða þar næstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni