fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kvikmyndaskóli Íslands bregst við frásögnum kvenna af kynjamisrétti, áreitni og ofbeldi: „Við þurfum öll að vera vakandi“

Auður Ösp
Föstudaginn 1. desember 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í menntastofnunum þar á meðal Kvikmyndaskóla Íslands þarf að skoða vel framkomu kennara og starfsfólks við nemendur,“ er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn og starfsmönnum Kvikmyndaskóla Íslands vegna frásagna kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð af kynferðislegri áreitni, kynbundu ofbeldi og mismunun. Fyrr í vikunni sendu Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni Tjaldið fellur og deildu um leið nafnlausum frásögnum 62 kvenna en Kvikmyndaskólinn kemur fyrir í nokkrum þeirra.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir stofnaði Facebook hópinn #metoo konur í sviðslitstum og kvikmyndagerð síðastliðinn þriðjudag. Tugum frásagna hefur nú verið deilt innan hópsins þar sem meðlimir greina frá kynbundu áreiti, ofbeldi og mismunun innan kvikmynda og sviðlistageirans. Í umræddri yfirlýsingu hópsins, sem send var á fjölmiðla fyrr í vikunni segir að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í sviðslista- og kvikmyndageiranum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þá geri smæð bransans og takmarkaður fjöldi hlutverka/tækifæra aðstæður erfiðari.

„Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun,“ kemur meðal annars fram.

„Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ stendur á öðrum stað.

Í kjölfarið hafa LHÍ og Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar á fjölmiðla og lofa þar úrbótum.

Farið yfir mörkin

Kvikmyndaskólinn kemur fyrir í nokkrum af þeim 62 frásögnum sem deilt var á fjölmiðla fyrr í vikunni.

„Ég ræð aldrei stelpur. Þær fara alltaf að grenja“ sagði fyrrverandi kennari minn úr Kvikmyndaskólanum við mig þegar ég var 25 ára, nýútskrifuð að sækja um vinnu.“

„Ég stundaði nám við leiklist. Einn af okkar aðalkennurum þar var sjarmerandi giftur fjölskyldufaðir með skemmtilega nærveru, þ.a.e ef þú varst í ,,hans liði’’ og hampaði hann þér þá við nemendur annara deilda svo að skólahlutverkin streymdu að. EN ef þú varst ekki ,,í hans liði’’ þá talaði hann opinskárt um það við aðra og bekkjarfélaga þína hversu lélegur leikari þú værir. Fyrstu þrjár annirnar var ég á hvorugri hlið hans. Ég neitaði því að sleikja upp kennara til þess að fá hlutverk, þau gat ég fengið sjálf út frá vinnusemi. Það merkilega var að allir aðrir kennarar en X voru ánægðir með mína vinnu og voru einkunnir mínar og hlutverk í verkefnum voru eftir því.
X var þannig kennari að hann braut niður leikara til þess að byggja þá upp og ,,móta‘‘ þá. Hann mætti í nokkur skólaparty og var þá besti vinur allra, sem var undarlegt þar sem nemendur höfðu grátið og skulfið undan honum fyrr um daginn. Í partýum mútaði hinum og þessum til að gera kynferðislega hluti á kostnað annarra og ætíð á þann hátt að það átti að koma þeim sem varð fyrir áreitninni að óvöru. Hversu brenglað? Enginn þorði að segja nei við hann þar sem allir unnu að því að vera í náðinni hjá X. Síðar varð mér ljóst að X væri að misnota vald sitt með kynferðislegum hætti gagnvart fleiri en einum kvenkyns nemanda skólans og ég sagði bekkjarsystrum mínum frá því. Eftir að hafa liðið illa í tímum hjá honum svo vikum skipti fór ein af bekkjarsystrum mínum sem ég trúði fyrir þessu á fund með deildarforseta leiklistadeildar til að segja frá hvað væri búið að vera í gangi. Deildarforsetinn meðhöndlaði málið mjög ófagmannlega. Hún gekk á kennarann, sem var einnig vinur hennar, í hvelli. Hann reyndi að koma sér út úr þessu, en var þó alveg miður sín og málinu því sópað undir teppið. Skólinn gerði ekkert og efa ég að deildarforsetinn hafi farið með málið á borð skólastjóra.“

„Karlmenn í valdastöðum í KVÍ fóru yfir öll leyfileg mörk í samskiptum við mig. Ég hef kennt mér mikið um og tekið alla ábyrgðina og skömmina af þeim í huga mínum því ég spilaði jú oft með. Ég sá það ekki þá en sé það í dag að það var sjálfsbjargarviðleitni en með því að taka þátt einstaka sinnum keypti ég mér pásu frá niðurrifsstarfsemi í tíma hjá ykkur, uppskar jafnvel mikið hrós, velvild og hjálpsemi í einhvern tíma eftir það. Það brást ekki að þegar ég var “erfið” og með uppreisn og neitaði að taka þátt eða setti einhver mörk sjálfrar mín vegna eða reyndi að stoppa þetta þá varð allt námið svo miklu erfiðara. Í ykkar augum var ég kynlífsleikfang, ljóskan sem káfa mátti á, þessi sem senda mátti klúr skilaboð í tíma og ótíma innan sem utan skóla til að þið gætuð svalað ykkar eigin fýsnum. Þið lituð á frelsið til að níðast á mér sem sjálfsagðan hlut og vissuð upp á hár hvernig þið gætuð misnotað valdastöðu ykkar gagnvart mér. Þið tókuð allt sem ég átti af sjálfsvirðingu í leiklistarnámi mínu. Á aðeins tveimur árum breyttist ég úr því að vera sjálfstæð, glöð og orkumikil félagsvera í þunglyndan triggeraðan geðsjúkling sem enga stjórn hafði á skapi sínu í fullkomlega eðlilegum aðstæðum,“ segir í annarri.“

Lofa að fara yfir verkferla

Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag kemur fram að undanfarna daga hafi Friðrik Þór Friðriksson rektor skólans, stjórnendur og starfsfólk Kvikmyndaskólans verið harmi slegin vegna þeirra frásagna sem fram hafa komið og tengjast skólanum.

Friðrik Þór Friðriksson er núverandi rektor KVÍ.
Harmi slegin Friðrik Þór Friðriksson er núverandi rektor KVÍ.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Að sjálfsögðu var ljóst að við þyrftum að bregðast við, líta inn á við og sjá hvað má betur fara og hvernig við getum sýnt vilja í verki til uppræta kynferðislega áreitni og mismunun í allri sinni mynd innan skólans. Sem fyrst skref í þessu ferli, fórum við yfir verkferla hvernig skal bregðast við áreitni af öllu tagi. Myndað var viðbragðsteymi innan skólans og nemendum sent tilkynningu þess efnis fyrr í vikunni, í samráði við nemendaráð (deilt hér neðan) Á næstu dögum, mun viðbragðsteymið fá utanaðkomandi fagaðila, til að veita ráðgjöf og fræðslu um meðferð svona mála.“

Þá fylgir með yfirlýsing sem send var á nemendur skólans fyrr í vikunni.

„Í kjölfar umræðna um kynferðislega áreitni, ofbeldi og mismunun sem komið hefur fram í fjölmiðlum s.l daga, erum við starfsfólk Kvikmyndaskólans, verulega slegin. Það er ólíðandi að slíkt geti átt sér stað innan veggja þessa skóla eða annarra stofnana.

Í menntastofnunum þar á meðal Kvikmyndaskóla Íslands þarf að skoða vel framkomu kennara og starfsfólks við nemendur. Við höfum fundað um málið og samhæft okkur um verklag, berist slík mál inná borð til okkar. Í skólareglunum er farið yfir verkferla til að bregðast við einelti og áföllum sem er einnig vettvangur fyrir slík mál. Það sem mestu máli skiptir er að sá sem verður fyrir áreitni/ofbeldi/einelti, geti komið og lagt mál sitt fyrir rektor, námsstjóra, kennslustjóra, tilnefndan fagstjóra ( Þau skipa viðbragðsteymið) í fullum trúnaði. Einnig getur nemendafélag KVÍ verið milligöngu aðili ef þess er óskað.

Gagnkvæm virðing, kurteisi og heiðarleiki skulu höfð að leiðarljósi í öllum samskiptum innan skólastarfsins. Mikilvægast er að allir fái að vinna vinnuna sína án áreitni, ofbeldis eða mismununar á meðal nemenda -kennara og starfsfólks. „Við þurfum öll að vera vakandi fyrir umhverfi okkar og líðan annara. Allir geta lagt sitt af mörkum með sameiginlegu átaki, tekið ábyrgð og stuðlað að bættu samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“