fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Tiltekt hjá Facebook – Fjarlægðu hópa sem kynda undir útbreidda samsæriskenningu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 22:35

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að tiltekt hafi farið fram hjá Facebook í vikunni þegar 900 hópum, sem tengjast hinni hægrisinnuðu samsæriskenningu QAnon, var lokað. Að auki var starfsemi 1.950 hópa til viðbótar takmörkuð og það sama á við um 10.000 aðganga á Instagram sem er í eigu Facebook.

QAnon er samsæriskenning sem styður Donald Trump. Að auki lokaði Facebook mörg þúsund aðgöngum, síðum og hópum til að reyna að stemma stigum við hatursræðu tengdri QAnon, pólitískum öfgamönnum og samtökum á borð við Antifa.

Allar þessar síður og aðgangar tengjast QAnon sem hefur vaxið hratt síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. BBC segir þeir sem aðhyllast samsæriskenningu QAnon telji að alþjóðleg elíta vinni gegn Donald Trump og að það séu barnaníðingar, sem stunda mansal, sem stýri þessari elítu og ætli að bola Trump úr Hvíta húsinu. Stuðningsmenn QAnon vona að baráttan leiði til þess heimsbyggðin átti sig á því dag einn að leynileg samtök stýri heiminum og að þekkt fólk á borð við Hillary Clinton verði handtekið og tekið af lífi.

Facebook skýrði einnig frá því á miðvikudaginn að fyrirtækið ætli að grípa í taumana hvað varðar síður, hópa og Instagramaðganga sem tengjast vopnuðum hópum í Bandaríkjunum og gegn stjórnleysingjum sem styðja ofbeldisfull mótmæli.

Alríkislögreglan, FBI, hefur flokkað QAnon sem hugsanlega ógn við öryggið í landinu þar sem hryðjuverkahætta geti stafað frá stuðningsmönnum samsæriskenningarinnar.

Einn af stuðningsmönnum kenningarinnar er Marjorie Greene sem er í þingframboði í haust fyrir Repúblikanaflokkinn. Á miðvikudaginn þakkaði Donald Trump QAnon fyrir stuðninginn.

„Ég veit ekki svo mikið um hreyfinguna. Ég veit að þeim líkar mjög vel við mig og það kann ég að meta.“

Sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt