fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Svikahrappar létu lúxushótel finna fyrir sér

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 10:15

Ritz hótelið. Mynd: EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur verið reynt að stela greiðslukortaupplýsingum margra gesta sem hafa snætt á Hotel Ritz lúxushótelinu í Lundúnum. Samkvæmt frétt BBC hafa svikahrapparnir verið mjög sannfærandi en þeir hafa hringt í fólkið og sagst vera starfsmenn á hótelinu og þurfi að fá staðfestingu á borðapöntun sem fólkið hafði gert á veitingastaðnum Tea á hótelinu.

Svikahrapparnir vissu allt um pantanir fólksins og báðu það um greiðslukortaupplýsingar. Því næst reyndu þeir að nota upplýsingarnar til vörukaupa, meðal annars hjá vöruhúsakeðjunni Argos.

Ekki er vitað hvernig svikahröppunum tókst að fá upplýsingar um pantanir fólksins.

Nú er unnið að rannsókn innan Ritz á málinu en ekki liggur fyrir hversu margir hafa orðið fyrir barðinu á svikahröppunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“