fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Þrír menn skoðuðu næturlífið í Kaupmannahöfn til að sanna vafasama kenningu – Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerist þegar þrír menn sem eru augljóslega af erlendum uppruna reyna að komast inn á skemmtistaði í miðborg Kaupmannahafnar?

Þetta var viðfangsefni rannsóknar sem þrír karlmenn af tyrkneskum uppruna framkvæmdu í miðborg Kaupmannahafnar í Danmörku í janúarmánuði síðastliðnum. Laugardagskvöldið 7. janúar fóru mennirnir út og voru þeir með faldar myndavélar á sér. Var markmiðið að kanna hvort eitthvað væri hæft í þeim orðrómi að gestum skemmtistaða og bara væri mismunað vegna kynþáttar eða útlits.

Það er skemmst frá því að segja að þetta hafi verið ferð til fjár fyrir þremenningana því mennirnir hafa nú fengið dæmdar 10 þúsund danskar krónur, um 165 þúsund krónur, í bætur vegna þeirrar mismununar sem þeir urðu fyrir.

Í minnst tvö skipti var mönnunum meinuð innganga á skemmtistaði vegna útlits síns. Á einni upptökunni mátti til dæmis sjá þrjá snyrtilega danska karlmenn ganga inn á stað, þar sem þeir voru boðnir velkomnir, en þegar þremenningarnir reyndu að komast inn var þeim neitað. Og það gerðist þrátt fyrir að mennirnir væru snyrtilega klæddir eins og dönsku mennirnir rétt á undan.

Nefnd sem fjallar um jafnrétti í Danmörku, Ligebehandlingsnævnet, fjallaði um mál mannanna eftir að þeir kvörtuðu og féll úrskurður á dögunum. Mönnunum var mismunað og fengu þeir því greiddar bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum