fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Þórólfur er ósammála Kára og vill ekki loka landinu – „„Við erum að fara í aðra vegferð núna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. ágúst 2020 14:55

Kári og Þórólfur hafa átt í viðræðum við Pfizer að undanförnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, er ekki á sama máli og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningu, hvað varðar landamæri Íslands. Sá síðarnefndi vill alfarið loka landamærunum á meðan samfélagið tekst á við síðari bylgju kórónuveirufaraldursins.

Á fundi almannavarnarteymis ríkislögreglustjóra í dag sagði Þórólfur að raunveruleikinn að hans mati sé sá að veiran sé komin hingað til að vera og með henni verðum við að læra að lifa.

Jafnvel ef landamærunum væri lokað myndi það ekki tryggja að Ísland ráði niðurlögum kórónuveirunnar.

„Hún lekur á einn eða annan hátt inn í landið og hún gerir það nákvæmlega sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og bætti við að jafnvel með afar hörðum takmörkunum veðri ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir smit. Það sé ljóst að lífið með veirunni sé langtímaverkefni.

„Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tíman og segja til um hvernig hlutirnir verða en eina vissan sem við höfum er þessi óvissa um framtíðina.“

Þórólfur var spurður út í hvort heilsu þjóðarinnar hafi verið fórnað til að koma efnahagslífinu og ferðamannageiranum aftur í gang . Þórólfur sagði að þíeykið hafi orðið vart við þá umræðu. Um sé að ræða tvær fylkingar sem vilji annars vegar loka öllu og hins vegar þeir sem vilji slaka enn frekar á aðgerðum. Hlutverk Þórólfs sé hins  vegar það að veita stjórnvöldum ráðleggingar um bestu sóttvarnarleiðirnar í faraldrinum. Hann gæti hins vegar ekki tekið ákvörðun fyrir hönd stjórnvalda og það væri því þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir ættu að hafa forgang hverju sinni.  Samkvæmt minnisblaði sem Þórólfur er að útbúa mun hann þó leggja til eins konar tilslakanir svo sem að taka upp 1 metra reglu í ákveðnum tilvikum.

„Við erum að fara í aðra vegferð núna. Við erum að fara í að reyna að lifa með þessari veiru,“ sagði Þórólfur og mátti heyra af tilsvörum hans á fundinum að stefnan hjá þríeykinu í dag sé ekki að útrýma veirunni úr samfélaginu, heldur finna leið til að lifa með henni og lágmarka þann skaða sem hún veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum