fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Sprenghlægilegar og hörmulegar stefnumótasögur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa einhverja fyndna eða hörmulega stefnumótasögu að segja. Vinkonurnar Daisy King og Alexina bjóðast nú til þess að endurgreiða fólki sem hefur farið á hörmulegt stefnumót.

Daisy og Alexina eru með vefsíðuna RefundMyShitDate.com. Þar getur fólk deilt sínum ömurlegu stefnumótasögum og þær bestu fá allt að átján þúsund króna endurgreiðslu upp í kostnaðinn við stefnumótið. Allar sögurnar eru nafnlausar og eru margar þeirra alveg ótrúlegar.

Daisy og Alexina.

Hér að neðan má lesa nokkrar þeirra.

Bauð henni að sofa í koju

„Eftir ágætis stefnumót fór ég heim með gaurnum. Ég kem inn í svefnherbergið hans og sé þarna koju. Hann sagði mér að neðri kojan væri mín og klifraði í efri kojuna og bauð mér góða nótt. Við vorum bæði á þrítugsaldri,“ segir ein kona.

Vissi ekki að hann væri giftur

„Þetta var þriðja stefnumótið okkar og fórum á frekar fínt og flott veitingahús. Við pöntuðum mat og drykki, vorum að njóta þar til eiginkona hans mætti á staðinn. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri giftur. Hann yfirgaf staðinn í flýti og skildi mig eftir með reikninginn. Hann grátbað mig um að gefa sér annan séns tveimur dögum seinna. Nei,“ segir konan og bætir við að reikningurinn hafi verið tæplega 40 þúsund krónur.

Óvænt skyldmenni

„Við héldum að það yrði fyndið að panta DNA-próf á netinu. Við komumst að því að við værum skyld, frændsystkin. Engin furða að okkur kom svona vel saman,“ segir einn netverji.

Var sú sem sagði honum að hann væri að verða pabbi

„Við vorum drukkin og vorum að reyna að finna fyrrverandi hvors annars á Facebook í djóki. Fyrrverandi kærasta hans var með sónarmynd sem forsíðumynd. Barnið var hans og hann hafði ekki hugmynd,“ segir ein.

Skakkur og þyrstur

„Ætluðum í lautarferð. Hann mætti skakkur og sagðist vera þyrstur og endaði með að drekka úr tjörninni,“ segir ein kona.

Skórnir þurftu að fá samþykki mömmu

„Skemmtilegur kvöldverður og ég fór heim með henni. Ókei frábært. En síðan krafðist hún þess að ég myndi fara úr skónum og skilja þá eftir við dyrnar svo hún gæti tekið mynd af þeim og sent móður sinni myndina til að fá samþykki hennar,“ segir einn maður.

Þú getur lesið fleiri sögur hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.