fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Tölvubúnaði fyrir 20 milljónir stolið – Lögregla leitar upplýsinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, Ásbrú í Reykjanesbæ aðfararnótt 6. desember sl. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt.

Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu komist inn í gegnum lítið gat á norðurgafli hússins en fyrir það hafði verið fest spónaplata. Innbrotið átti sér stað á tímabilinu frá 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 5. desember til kl. 09:10 að morgni miðvikudagsins 6. desember.

Í byggingu að Heiðartröð 555 hafði einnig verið farið og þaðan einnig stolið nokkru af tölvubúnaði.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um það, að hafa samband í síma 4442200. Jafnframt að koma upplýsingum á framfæri sé verið að bjóða til sölu nýjan tölvubúnað samanber ofangreint.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reglur borgarinnar um afmælishópa vekja hneykslun og hlátur

Reglur borgarinnar um afmælishópa vekja hneykslun og hlátur
Fréttir
Í gær

Borgarkona óskar eftir sveitavini – „Vön að sofa í bílnum svo engin þörf á húsakosti“

Borgarkona óskar eftir sveitavini – „Vön að sofa í bílnum svo engin þörf á húsakosti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana: „Harðari refsingar myndu klárlega hjálpa til við að fæla fólk frá þessu“

Kristjana: „Harðari refsingar myndu klárlega hjálpa til við að fæla fólk frá þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“