fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Foreldrarnir héldu að níu ára sonurinn væri bara þreyttur – Síðan kom niðurstaðan

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 07:30

Kúlan sést hér í höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhyggjufullir foreldrar fóru á Hadassah Medical Centre í Ísrael með níu ára son sinn sem var svo þreyttur og með höfuðverk en það var mjög ólíkt honum. Læknar skoðuðu hann og sáu að hann var með lítið sár og blóð á höfðinu. Sneiðmyndir voru því teknar af höfði hans og þá kom ástæðan fyrir höfuðverknum í ljós.

Samkvæmt frétt Times of Israel þá sat byssukúla föst í höfði drengsins. Hann hafði verið skotinn í höfuðið þegar Eid al-Adha var fagnað. Foreldrar hans höfðu ekki veitt því athygli frekar en drengurinn sjálfur.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á málinu. Guy Elor, taugalæknir, fjarlægði kúluna. Hann staðfesti í samtali við The Times of Israel að foreldrar drengsins hafi ekki vitað af kúlunni í höfði hans. Hann sagðist undrandi á að drengurinn hafi lifað þetta af og hafi ekki hlotið varanlegt mein af þessu.

Kúlan sem var fjarlægð úr höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Rannsókn sýndi að drengurinn var skotin í hliðina á höfðinu og að kúlan hafði farið í gegnum heilann og stöðvast í hnakkanum. Hann var skorinn upp tveimur klukkustundum eftir að hann kom á sjúkrahúsið og tókst aðgerðin vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins