fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Hættuleg aðgerð – betur fór en á horfðist

Gunnar Bender
Laugardaginn 1. ágúst 2020 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég ákvað að fara að veiða í morgun í ónefnt vatn á Vesturlandi. Tók hundinn minn með til að athuga með mink enda er hann býsna veiðinn á mink Veiðiferðin var heldur stutt í  þetta skiptið,“ sagði Halldór Atli Þorsteinnsson áhyggjufullur í samtali við Veiðipressuna. Svona atvik sem hann lýsir hér að neðan eru að eiga stað, því miður, við veiðivötn ár eftir ár.
,,Ég var rétt búinn að kasta út þá tók hundurinn minn  upp á því að kúgast og koka eitthvað. Þá sá ég að út úr honum hékk girnisflækja með flotholti á endanum.Það var ekkert annað í stöðinni en að bruna með hann til dýralæknis. Í myndatökukom í ljós að öngull var í maga hans.
Halldór Atli sagði að ákveðið  hefðiverið að skera hann upp og freista þess að ná önglinum. Þetta áhættu- og kostnaðarsöm aðgerð  Eftir langa og stranga aðgerð þar sem í ljós kom að öngullinn hafði meðal annars gatað maga hans.  Þessu hefði getað fylgt mikil smihætta. Sárið var saumað og við tekur löng bataganga.
,,En því má sannarlega halda á lofti að  dýralæknum og öðru starfsfólki dýraspítala Grafarholts er ég afar þakklátur. Þannig ef þú ert ein/einn af þessum veiðikonum/veiðimönnum sem skilur eftir þig rusl og beitna öngla langar mig að biðja þig um að hætta því hið snarasta,“ sagði Halldór Atli ennfremur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Í gær

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
Fréttir
Í gær

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið