fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Bandarískir alríkisfulltrúar brutu sér leið inn í ræðisskrifstofu kínverja

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 19:22

mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkis alríkisstarfsmenn brutu sér í gær leið inn í ræðisskrifstofu Alþýðulýðveldisins Kína og tóku hana yfir. Þetta gerðu þeir aðeins 40 mínútum eftir að síðasti starfsmaður ræðisskrifstofunnar gekk út úr húsinu í kjölfar fyrirskipunar ríkisstjórnar Donald Trump um að Kínverjar skyldu loka henni. Grafalvarleg staða ríkir nú í samskiptum Kína og Bandaríkjanna.

Alríkisfulltrúar og lögreglumenn frá Houston umkringdu húsið í gær á meðan kínverskir diplómatar tæmdu húsið. Í nokkra daga brenndu þeir gögn og eyðilögðu tölvubúnað í garði hússins. Bandaríkjastjórn segir ræðisskrifstofuna hafa verið miðstöð njósna kínverska kommúnistaflokksins.

Federal officials and a locksmith pull on a door to make entry into the vacated Consulate General of China building Friday, July 24, 2020, in Houston. On Tuesday, the U.S. ordered the Houston consulate closed within 72 hours, alleging that Chinese agents had tried to steal data from facilities in Texas, including the Texas A&M medical system and The University of Texas MD Anderson Cancer Center in Houston.
Bandarískir alríkisfulltrúar brjóta sér leið inní kínversku ræðisskrifstofuna í Houston. mynd/AP

Á þriðjudag fyrirskipaði ríkisstjórn Trumps að kommúnistastjórnin í Kína hefði 72 klukkustundir til þess að loka skrifstofunni og rýma húsið. Sagði ríkisstjórnin kínverska útsendara hafa reynd að stela gögnum og öðrum viðkvæmum upplysingum frá heilbrigðisstofnunum í Houston, þar á meðal Háskólanum í Texas, MD Andersen krabbameinsrannsóknastöðinni. Af myndum að dæma voru þar meðal annars fulltrúar bandaríska utanríkisráðuneytisins á ferð. Samkvæmt frétt Fox News voru slökkviliðsmenn til taks í aðgerðinni, enda hafði margsinnis verið tilkynnt um eld á svæðinu á meðan kínverskir diplómatar brenndu gögn.

Federal officials and a locksmith work on a door to make entry into the vacated Consulate General of China building Friday, July 24, 2020, in Houston. On Tuesday, the U.S. ordered the Houston consulate closed within 72 hours, alleging that Chinese agents had tried to steal data from facilities in Texas, including the Texas A&M medical system and The University of Texas MD Anderson Cancer Center in Houston. (Brett Coomer/Houston Chronicle via AP)
mynd/AP

Kínverskir embættismenn hafa síðan þeim var gert að víkja loka ræðisskrifstofu sinni sést pakka dótinu sínu í bíla, losa rusl og brenna, það sem við má búast að séu viðkvæm gögn.

Consular staff pack items into their vehicles as they vacate the Consulate General of China building Friday, July 24, 2020, in Houston. On Tuesday, the U.S. ordered the Houston consulate closed within 72 hours, alleging that Chinese agents had tried to steal data from facilities in Texas, including the Texas A&M medical system and The University of Texas MD Anderson Cancer Center in Houston. (Godofredo Vasquez/Houston Chronicle via AP)
Kínverskir diplómatar við störf. mynd/AP

Starfsfólkið pakkaði í bíla sína og voru farnir klukkan fjögur á föstudaginn, að staðartíma. Sem fyrr sagði voru bandarískir alríkisfulltrúar komnir inn í húsið 40 mínútum seinna. Það tók teymin tvær klukkustundir að komast inn í húsið, enda húsið tryggilega læst.

Police officers install barricades outside the Consulate General of China Friday, July 24, 2020, in Houston. Workers at China's consulate loaded up moving trucks Friday ahead of an afternoon deadline to shut down the facility, as ordered by the Trump administration. (Godofredo Vasquez/Houston Chronicle via AP)
mynd/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo sendi svo frá sér tilkynningu þar sem hann sagði húsið hafa verið, sem fyrr sagði „hreiður kínverskra njósna og gagnastuldar.“ Kínverjar hafa svarað aðgerðum bandaríkjastjórnar og fyrirskipað að ræðisskrifstofa Bandaríkjanna í Chengdu skuli lokað.

Sagði í frétt South China Morning Post að þrír vörubílar og rútur hafi sést koma að húsinu og fara frá því fullhlaðin varningi og fólki. Aðrir gengu útúr húsinu hlaðin kössum og skjalamöppum.

Fox News sagði frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“