fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nýr stjórnmálaflokkur vill sameina íslensku og dönsku knattspyrnulandsliðin

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt stjórnmálaafl hefur litið dagsins ljós og ber það heitið Hinn íslenski royalistaflokkur. Samkvæmt Facebook síðu flokksins mun hann bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor en ekki er gefið upp í hvaða sveitarfélögum. Virðist framboðið vera viðbragð við þeim stjórnmálalega óstöðugleika sem ríkt hefur undanfarin misseri. Í yfirlýsingu frá því á föstudag segir:

„Pólitískur óstöðugleiki, pólístíkur ómöguleiki og pólitískur glundroði. Allt eru þetta samheiti þess ástand sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum og loðir við íslensk stjórnmál þar sem pólitískum stöðugleika hefur verið fórnað á altari skammtímahugsjóna. Þar sem hagsmunir almennings víkja fyrir sérhagsmunum flokka, hvort sem slíkir flokkar teljast til minni- eða meirihluta ríkis- eða sveitarstjórna.“

Yfirgáfum Danmörku eins og óþroskaður unglingur

Þó að yfirlýsingin komi á sjálfan fullveldisdaginn þá líta stofnendur fyrst og fremst til dönsku nýlenduherrana og telja að útganga Íslands úr danska konungsveldinu hafi verið mistök. Íslendingar hafi slitið því sambandi þegar Danir voru hernumdir og gátu hvergi hönd við reist. Er Íslendingum líkt við ungling sem hefur yfirgefið foreldrahús of snemma, án þess að hafa tekið út fullan þroska.

„Hinn íslenski Royalistaflokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að kanna alla möguleika til að efla samvinnu og samstarf við danska konungsveldið og þannig leita leiða til að ná fram langþráðum sáttum í þeim fjölskylduharmleik sem útganga okkar sannarlega var og er.“

Helstu stefnumál flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar verða að efla vinatengsl og samskipti við sveitarfélög í Danmörku. Nánari útlistun á stefnumálunum kemur síðar.

Meðal uppástungna sem nefndar eru á síðu flokksins má nefna byggingu á hátæknitívolí í Gufunesi, sameining íslenska og danska knattspyrnulandsliðsins, að setja bækur Ole Lund Kirkegaard á námskrá grunnskólanna og að skipta Fjörskyldunni út fyrir dönsku grínþættina Klovn á dagskrá Ríkissjónvarpsins.

Enginn er skráður fyrir flokknum og ætla má að um grín sé að ræða. En hafa ber í huga að Besti flokkurinn, sem vann frækinn sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010, byrjaði líka sem grín. Nú þegar hafa um 40 manns líkað við síðu Royalistaflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd