fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Kara Kristel með kynlífstellinga jóladagatal: „Fólk veit að þetta er djók“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. desember 2017 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Kristel Ágústsdóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn á samfélagsmiðlum í haust. Kara sem er 22 ára gömul hóf að blogga um reynslu sína af kynlífi, segja sögur og gefa ráð á síðunni Kristelkara.com fyrir tveimur mánuðum síðan. Skömmu varð hún fastur liður hjá útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. Hún kemur þar fram með sérstakt kynlífshorn á hverjum fimmtudegi. Þá er hún vinsæll Snappari með notendanafnið:karaagusts. Hún biður lesendur sína, hlustendur og áhorfendur sína þó ekki að taka öllu of alvarlega sem hún segir, því að þetta sé gert í gríni og að eigin sögn „til að lýsa upp skammdegið.“

Í desember er Kara með kynlífsstellinga jóladagatal á Snapchat þar sem fylgjendur hennar eiga að fylgja leiðbeiningunum í kynlífi.

Fólk trúði að sæði væri sofandi á nóttunni

Í samtali við DV segist Kara hafa um 2000 fylgjendur á Snapchat og 123 þúsund manns hafa heimsótt vefinn síðan hann opnaði 6. október. Hvernig hafa viðbrögðin við jóladagatalinu verið? „Mjög góð. Fólki finnst þetta mjög fyndið.“ Er fólk að fylgja leiðbeiningunum? „Já. Fyrir nokkrum dögum síðan var ég að djóka með það í dagatalinu að maður ætti að stunda kynlíf á nóttunni því þá væri sæðið sofandi og engin hætta á að verða óléttur. Ég þurfti að draga það til baka af því að of margir voru að trúa því.“

Kara setur dagatalsfærslurnar inn á kvöldin því þá hefur hún mestan tíma. Vika er liðin og Kara búin að sýna fólki ýmislegt, til dæmis hvernig á að gera ákveðnar stellingar í sófa og á eldhúsbekk með uppþvottavélina í gangi. „Ég er ein í þessu og leik bæði gaurinn og gelluna. Ég var til dæmis í ræktinni um daginn og þar var ég að athuga hvaða tæki gætu virkað í kynlífi.“

Hefur þú fengið einhver leiðinda skilaboð á Snapchat eða annars staðar út af því sem þú hefur verið að segja og skrifa? „Enginn segir neitt beint við mig. Ég hef lesið slíkt í kommentakerfunum og svoleiðis en ég tek það ekkert nærri mér. Ég er búin að vera vikulega í Brennslunni og fólk sem hlustar á það veit að þetta er bara djók.“

7. Desember: Allir í sturtu

Þegar fylgjendur Köru opnuðu „gluggann“ á jóladagatalinu sínu í gær, 7. desember, beið þeirra sturtukynlíf. Hún segir: „Allir eiga að fara í sturtu. Sturtukynlíf getur verið svolítið fyndið. Það getur verið gott, vandræðalegt, fyndið…..maður getur dottið. Það er ógeðslega margt sem getur gerst þegar maður er að ríða í sturtu.“

Þá segir hún frá sturtuferð sem hún var nýkomin úr, einsömul, þar sem hún fann G-blettinn sinn. Hún flýtti sér og lét vinkonu sína vita af því að bletturinn væri ekki goðsögn. „Án djóks, ég hélt að G-bletturinn væri eitthvað bull. Maður er með sníp og fær fullnægingu þar. En núna veit ég það, ég fann minn“ segir Kara hlægjandi í dagatalinu. „Í dag ætla allir að ríða í sturtu sem eru saman, en hinir sem eru ekki með maka eiga að gjöra svo vel að finna G-blettinn sinn. Hann er til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“