fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025

Margslungin harmsaga en ekki æsispennandi

Bókardómur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki lesið allar bækur Arnaldar Indriðasonar, líklega aðeins um fjórðung þeirra. Þess vegna átta ég mig ekki á hvort sá vani hans að skrifa fremur harmrænar sögur um glæpi og afleiðingar þeirra en að æsa og trylla lesandann með spennandi söguþræði hefur alltaf einkennt verk hans eða er vaxandi tilhneiging. Nýjasta bók Arnaldar, Myrkrið veit, er sumpart margslungin harmsaga um eftirsjá og söknuð. Arnaldur beitir hér reynslu sinni og kunnáttu til að skapa margar persónur og flókinn vef. Allt gengur þetta afskaplega vel upp og sagan er á köflum mjög áhrifamikil.

Aðalpersónan Konráð, rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum, er mjög vel heppnuð smíði höfundar. Persóna Konráðs verður dýpri og margræðari er líður á söguna, annars vegar er söknuði hans eftir látinni eiginkonu og minningum um hana lýst á afar fallegan og listfengan hátt, hins vegar leynist fól í annars viðkunnanlegum Konráð, sem opinberast sérstaklega vel undir lok sögunnar.

Meginefni sögunnar er óleyst mannshvarfsmál sem legið hefur eins og mara á Konráð út ævina þar sem honum tókst aldrei að ráða gátuna. Að sjálfsögðu hefur málið líka haft hörmuleg áhrif á líf margra annarra og er því lýst með sannfærandi hætti í gegnum bókina. Í upphafi sögunnar finnst líkið hins vegar frosið á Langjökli, 30 árum eftir að maðurinn hvarf. Hlýnandi veðurfar og bráðnun jökla veldur því að jökullinn reynist ekki sá góði felustaður sem hann virtist í byrjun. Hér er snjöll tenging við eitt alvarlegasta viðfangsefni samtímans, hlýnun jarðar og loftslagsvandann.
Þar með er eftirlaunaró Konráðs raskað, hann fer að aðstoða lögregluna og dregst af fullum þunga inn í mál sem í raun hefur aldrei vikið úr huga hans.

Það er ekki góður siður að gagnrýna bækur fyrir það sem er ekki í þeim og það er góð regla að dæma verk eftir efnistökum, hvernig tekst að vinna úr því sem höfundur tekur sér fyrir hendur, en ekki því sem lesanda langar til að sjá tekist á við í verkinu. Ljóst er að hér hefur vel og stundum snilldarlega tekist til við ýmsa úrvinnslu og undir lok bókar þykir manni sagan hafa fengið mikið vænghaf, örlög og persónutengsl nálgast að verðskulda lýsingarorðið „stórbrotið“. Það er engu að síður svo að flóknar morðgátur vekja sjálfkrafa væntingar um spennu og hér skortir töluvert á að þær væntingar séu uppfylltar. Atburðarásin er hæg, gátan verður sífellt flóknari án þess að hilli undir lausn hennar, þar til undir lokin að snyrtilega er greitt úr öllu. En þó að lausn gátunnar sé sannfærandi vekur hún engin sérstök hughrif. Einn gerandinn er lesendum ekki minnisstæður, nánast gleymdur frá fyrri lýsingum, og glæpirnir eru einhvern veginn „ómerkilegir“ þó að alvarlegir séu, þegar þeir hafa verið upplýstir.

Þrátt fyrir þetta er Myrkrið veit snilldarlega fléttuð saga, afbragðsvel skrifuð og áhrifamikil. Kannski ætti Arnaldur að huga að því að skerpa á spennunni í sögum sínum eða skrifa skáldsögu sem er ekki spennusaga. Hvort tveggja væri áhugavert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla