fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Helv… Kópasker“ – Meðlimur barnaleikhóps móðgar bæjarfélag – „Mæli alls ekki með að koma hingað“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 20:28

Ummæli Þórdísar og viðbrögð við þeim eru umfjöllunarefni pistils Kolbrúnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhópurinn Lotta er í sumar að sýna leikrit um Bakkabræður. Hafa þau af því tilefni verið að ferðast um landið og sýna leikritið. Um helgina var hópurinn staddur á austanverðu landinu og fóru á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, meðlimur leikhópsins, deildi skilaboðum á Instagram-síðu sinni sem hafa farið heldur illa í heimamenn í bæjarfélaginu, sem og aðra.

„Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifaði Þórdís á Instagram-síðu sinni og vakti textinn helst til litla lukku. „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það,“ skrifaði Þórdís einnig. Miklar umræður hafa farið fram undir Facebook-færslu leikhópsins í kjölfar þess sem Þórdís skrifaði.

„Þið ættuð að SKAMMAST YKKAR!! Fyrir þessi ljótu ummæli sem þið eruð að pósta um Raufarhöfn og Kópasker,“ skrifaði kona nokkur í athugasemd og hélt áfram. „Að fullorðið fólk með mörg hundruð fylgjendur skuli láta svona orð falla um bæi sem eru að berjast við að halda lífi er neðan við alla virðingu. Mun aldrei kosta börnin mín á sýningar hjá ykkur!!!“

Þá skrifar önnur að það sé enginn húmor í þessu hjá Þórdísi og að það sjáist langar leiðir. „Mjög sorglegt að fullorðin manneskja tali svona um bæjarfélag. Póstar svo mynd hjá sér og tuðar yfir að vera a kaldasta bæ Íslands, eins og þarna sé alltaf kalt og ógeðslegt. Getur ekkert bætt fyrir þessa framkomu, ekkert.“

Lotta biðst afsökunar

Leikhópurinn Lotta hefur nú beðist afsökunar á þeim skilaboðum sem Þórdís setti á Instagram-síðu sína. „FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Leikhópurinn Lotta vill taka sérstaklega fram að við elskum landið okkar og alla þá dásamlegu staði sem við ferðumst á“ segir í afsökunarbeiðninni.

„Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu,“ segir Leikhópurinn og bendir á að svona ummæli eru alls ekki viðeigandi, hvernig sem þau eru meint. Þá sé þetta ekki í anda Lottu, enda ekki komið frá leikhópnum sem slíkum.

„Við leikarar Lottu fórum að heimsækja Kópasker og Raufarhöfn í frítíma okkar því okkur langaði svo mikið að skoða okkur um. Við nutum okkar virkilega, fengum frábærar móttökur, dásamlegan mat og skoðuðum fallega staði. Það er klárlega á stefnuskránni að koma aftur. Þökkum kærlega fyrir okkur og lofum að vanda okkur og þjálfa litlu Lottuna okkar betur.“
Leikhópurinn segir að þarna sé um mannleg mistök að ræða. „Ekki ólík þeim sem koma skýrt fram í leikritinu okkar um Bakkabræður. Það eina góða sem þetta getur leitt af sér er að fólk læri af mistökunum og geri miklu betur næst.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu