fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Vinna að sinni fimmtu þáttaröð saman – „Langbest að vaða í hlutina“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. júlí 2020 12:00

Ljósmynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir hafa gert fjórar gamanþáttaraðir á sex árum og eru án efa með fyndnustu leikkonum landsins. Þær stöllur eru í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV þar sem þær ræða meðal annars um um breytt landslag í leiklistarbransanum á Íslandi, vandræðaleg og skondin móment frá ferlinum, lífið, tilveruna, ástina og framtíðina. Við grípum hér niður í viðtalinu:

Konur, samkeppni og laun

Talið berst að konunum í leiklistarbransanum og launakjörum.

Júlíana: „Persónulega lít ég ekki á þetta sem einhverja samkeppni við aðrar leikkonur. Það eru auðvitað prufur sem þú ferð í en ég hugsa þetta meira þannig að þetta er týpuval, hvort sem þú færð hlutverkið eða ekki. Leiklist er list og þess vegna er þetta oft huglægt mat hjá hverjum og einum. Þú reynir að vera besta útgáfan af sjálfum þér.“

Vala: „Okkur hefur gengið vel, en við erum auðvitað bara að tala út frá okkur hvað varðar launamismun. Þetta er að breytast, þetta er bara hluti af einhverju gömlu sem er að deyja út.“

Júlíana: „Mér þótti alltaf erfiðast að semja um launin mín, mig langaði ekki að sýnast frek eða merkileg með mig. Núna erum við báðar með umboðsmann sem sér um þau mál fyrir okkur.

Ljósmynd/Ernir

Vala: „Ég held að launaviðræður séu erfiðar fyrir alla leikara, og auðvitað mest þá sem eru að byrja í bransanum. Þessi vinna er samofin persónunni þinni; þú ert vinnan. Það er rosalega erfitt að sitja fyrir framan einhvern og segja: „Ég er milljón króna virði.“ Þú ert hræddur um að þú sért ekki nóg. Ég held að þetta sé alveg eins með leikara og leikkonur. Eftir því sem þú færð meiri reynslu þá færðu meira faglegt sjálfsöryggi. Núna er miklu algengara að leikarar á Íslandi séu með umboðsmann og það er auðvitað bara stórkostlegt. Ef þú ert með einhvern sem sér um þessi mál fyrir þig þá hættir þetta að vera persónulegt.“

Júlíana: „Það var erfitt að semja um laun í fyrstu, fannst mér. Við höfðum eiginlega engin viðmið. Ég bað um það sem mér fannst að ég ætti skilið.“

Vala: „Þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin, þá fannst okkur bara svo magnað að vera að gera þetta. Þegar ég lít til baka þá hugsa ég alveg með mér að þetta hafi nú ekki verið mikill peningur sem við báðum um. En samt sé ég ekki eftir neinu. Þetta var eins og fá „masterclass“ í kvikmyndagerð.“

Síðan um leið og við fengum grænt ljós á að gera seríu tvö af Þær tvær þá gátum við sett fram aðeins meiri kröfur, eins og að fá greitt fyrir handritaskrifin líka. Við vorum komnar með aðeins meira sjálfstraust.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta helgarblaði DV. Blaðið er að venju stútfullt af áhugaverðu efni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Rúmenskir verkamenn búa frítt á Dunhaga 18-20. Á meðan sækjast eigendur eftir byggingarleyfi til endurbóta en erindi þeirra hefur velkst um í kerfinu í á þriðja ár.

Heimir Hannesson blaðamaður DV kannaði hvers vegna heilt fjölbýlishús á besta stað í borginni er að grotna niður.

Fyrstu minningar Hrafnhildar Ming Þórunnardóttur um mismunun vegna húðlitar eru síðan hún var í leikskóla. Hún segir kynþáttafordóma vera mjög alvarlegt vandamál.

Síðasta miðvikudag birtust fréttir um kynlífsherbergi í miðborg Reykjavíkur. Herbergi sem hægt er að panta með stuttum fyrirvara og er sérútbúið fyrir kynlífsathafnir.  Blaðamaður DV ákvað að fórna sér og bóka herbergið. Hann lýsir upplifun sinni.

Nú er tími sumarleyfa og því mikilvægt að gæta að öryggi heimilisins á meðan á ferðalaginu stendur.  DV ræddi við sérfræðing í forvörnum um þau atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en haldið er í fríið.

Fastir liðir eru að sjálfsögðu á sínum stað, svo sem Fjölskylduhornið, Sakamálið, Af Þingpöllunum, Eldað með Unu, Tímavélin og margt fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun