fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Unglingur lést af völdum svartadauða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 10:15

Svartidauði. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

15 ára piltur lést í vikunni af völdum svartadauða. Hann bjó í Gov-Altaj í Mongólíu og hafa yfirvöld nú gripið til umfangsmikilla lokana víða um landið til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn breiðist út. Talið er að pilturinn hafi smitast við að borða hrátt kjöt af múrmeldýri.

Tveir aðrir hafa greinst með sjúkdóminn í Mongólíu. Þeir eru úr næsta héraði við Gov-Altaj, Khovd. Íbúum í fimm héruðum á svæði á landamærum Mongólíu og Kína hefur verið gert að vera í sóttkví vegna smitanna. Sky News skýrir frá þessu.

Svartidauði smitast með flóm á milli dýra. Fólk getur smitast ef flær bíta það. Það er hægt að lækna sjúkdóminn með sýklalyfjum en ekkert bóluefni er til.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að fullorðinn manneskja geti látist á fyrstu 24 klukkustundum smits ef hún fær ekki sýklalyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni