fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Ráðherra getur takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 08:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti getur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra takmarkað starfsemi Huawei hér á landi með reglugerð. Frumvarpið verður tekið til afgreiðslu í haust. Í því er tekið á öryggishagsmunum Íslands í uppbyggingu 5G netkerfa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að frumvarpið sé í samræmi við fordæmi Evrópuríkja í öryggismálum og sé ætlað að tryggja að 5G-kerfin verði ekki of háð Huawei eða öðrum framleiðendum tæknibúnaðar.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að 87. grein  þess veiti samgönguráðherra heimild til að setja reglugerð um „að búnaður í tilteknum hlutum innlendra farneta, sem teljast viðkvæmir með tilliti til almannahagsmuna og öryggis ríkisins, skuli í heild sinni eða í ákveðnum hlutfalli, vera frá framleiðanda í ríki sem Ísland á í öryggissamstarfi við, eða ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.“

Þannig getur ráðherra bannað búnað frá Huawei af öryggisástæðum í hluta af farnetum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Í gær

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Í gær

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót

Tók á móti stórum sendingum af hættulegum lyfjum – Lögreglan setti hlerunarbúnað í stálfót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa