fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vænta skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð – Biskup segir umræðuna þarfa en varðveita beri líf

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þing kemur fram í september er von á skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem flutti þingsályktunartillögu árið 2018 sem varð að skýrslubeiðni til ráðherra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bryndísi að Alþingi hafi tvisvar samþykkt skýrslubeiðnina, bæði á síðasta löggjafarþingi og yfirstandandi þingi.

„Mér finnst þetta snúast um frelsi einstaklingsins, fyrst og fremst. Ég held að þessi ákvörðun eigi alltaf heima hjá einstaklingnum sjálfum.“

Er haft eftir Bryndísi sem hyggst biðja aftur um skýrslu ef skýrsla berst ekki á þessu þingi.

„Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess, og að skýrslan berist á þessu þingi.“

Í skýrslubeiðninni er ráðherra krafinn upplýsinga um dánaraðstoð, til dæmis að kannað verði hver viðhorf heilbrigðisstarfsfólks eru til dánaraðstoðar, þróunar lagaramma þar sem hún er leyfð og reynslu af dánaraðstoð.

Þegar Morgunblaðið leitaði til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups, vegna málsins vísaði hún til umsagnar embættisins um málið frá 2018. Í því áliti vakti biskup athygli á að fram að þessu hefði hér á landi verið litið á „það að taka líf manns eða að flýta fyrir dauða manns sé glæpsamlegt athæfi“ og lífið sé gjöf sem beri að varðveita.

Biskup tók undir að þörf væri fyrir umræðu um málefni er tengjast lífslokum og taldi gagnlegt fyrir samfélagið að slík umræða eigi sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs