fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433

Jafnt í stórleik kvöldsins á Ítalíu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik kvöldsins á Ítalíu er nú lokið en Napoli fékk þá AC Milan í heimsókn í skemmtilegum leik.

Milan komst yfir á 20. mínútu í kvöld er Theo Hernandez skoraði eftir stoðsendingu Ante Rebic.

Napoli jafnaði sanngjarnt á 34. mínútu er Giovanni Di Lorenzo kom boltanum í netið og staðan jöfn í leikhléi.

Á 60. mínútu kom Dries Mertens liði Napoli yfir en sú forysta entist aðeins í 13 mínútur.

Franck Kessie sá um að tryggja Milan stig en hann skoraði á vítapunktinum eftir ansi umdeildan dóm.

Napoli er í sjötta sæti með 52 stig og er Milan sæti neðar með 50 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta

Sagður vera brjálaður eftir umdeild vinnubrögð – Fær óskina ekki uppfyllta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal
433Sport
Í gær

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Í gær

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“