fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gestur mærir heiðarleika Breiðholtsbúa – Lykilinum skilað inn um lúguna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Traustason viðskiptafræðingur sem búsettur er í Seljahverfi hefur búið í hverfinu í yfir 20 ár. Hann fer lofsamlegum orðum um heiðarleika Breiðholtsbúa sem sannaði sig í enn eitt skiptið eftir að hann hafði gleymt bíllykli sínum í skránni á bílhurðinni. Gestur skrifar um þetta í Facebook-hópinn Íbúasamtökin Betra Breiðholt og segir:

„Í morgun heyrði ég þegar einhverju var laumað inn um bréfalúguna mína. Reyndust vera bíllyklarnir sem ég gleymdi í skránni þegar ég læsti bílnum með fangið fullt af drasli seinnipartinn í gær. Bíllinn var búinn að standa á stóru plani þar sem tugir labba hjá. Þrátt fyrir það var hvorki búið að fara inn í bílinn né taka hann ófrjálsri hendi.

Sá sem kom lyklunum til mín reyndist vera nágranni minn. Vissi að ég var á þessum gráa. Lagði lykkju á leið sína til að koma lyklunum á réttan stað.
Svona í ljósi þess hve jafnvel við á þessari síðu geta talað neikvætt um Breiðholtið þá held ég að þetta dæmi sé meira lýsandi fyrir hverfið en margt annað. Breiðholtið í mínum huga er hverfi með góðum nágrönnum, og það að nærumhverfið er gott gerir gott að búa hér.“

Í stuttu spjalli við DV kvaðst Gestur hafa flutt í Breiðholtið fyrir „óvart“ árið 1999. Hann flutti úr Sörlaskjólinu í Vesturbænum. „Við erum mjög ánægð og sátt hér. Við ætluðum aldrei yfir Elliðaárnar en fasteignasalinn benti á að við færum þá réttum megin hér.“

Innlegg Gests í íbúahópinn vekur góð viðbrögð og margir aðrir vitna um náungakærleik og heiðarleika Breiðholtsbúa og eru þær lýsingar hugsanlega eitthvað á skjön við neikvæðar fréttir úr hverfinu. Þar ber að hafa í huga að hverfið er stórt með íbúafjölda yfir 20 þúsund manns. Að mati þeirra íbúa sem taka þátt í þessum umræðum er heiðarleiki reglan en ekki undantekning í hverfinu.

Einn íbúinn skrifar:

„Breiðhyltingar eru upp til hópa besta fólk sem hugsar um nágranna sína og stundar óumbeðið nágrannavörslu, hlúir að börnum sem meiða sig etc. Meira að segja unglingarnir í hverfinu hafa sýnt óvenjumikla hjartagæsku skv. minni reynslu, þó auðvitað sé alltaf einn og einn svartur sauður inn á milli.“

Kona ein segir frá afar fallegu atviki sem lýsir fyrirmyndarframkomu unglinga í hverfinu:

„Fyrir viku datt kona kylliflöt fyrir framan Pólsku búðina, allt úr veskinu fór út um allt. Það voru 3 unglingar sem hjálpuðu henni, reistu hana upp  opgvildu endilega hringja á sjúkrabíl. Týndu allt upp í veskið hennar og höfðu virkilegar áhyggjur af henni. Það má þakka það sem vel er gert. Unglingarnir í Breiðholti (Fellahverfi) eru ekki verri en aðrir unglingar. Takk strákar mínir fyrir hjálpina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum